Fall íslenska lýðveldisins

Í gegnum söguna hafa lýðveldi, einveldi, kóngsveldi og sambandsríki komið og farið. Þetta hefur jafnvel gerst á tuttugustu öldinni. Þá sérstaklega í Evrópu þar sem að ríki hurfu og hafa ekki komið aftur. Það hefur ekki verið mikið um að ríki hverfi á Norðurlöndunum undanfarnar þrjár aldir. Enda hefur ríkjaskipunun verið mjög stöðug og fastmótuð hjá Norðurlöndum frá og með 19 öldinni. Síðan að efnahagshrunið á Íslandi varð árið 2008 hefur það verið ótti minn að íslenska lýðveldið mundi einfaldlega falla vegna þess að íslendingar vilja ekki breyta neinu, ekki taka rökum, og vilja þess þá síður ekki taka á þeirri spillingu sem ríkir á Íslandi og í íslensku þjóðfélagi. Íslendingar átta sig ekki á því almennt að þjóðfélag þarf ákveðna hluti til þess að getað virkað og unnið sem samfélag. Allir þessir hlutir sem þurfa að vera til staðar í samfélagi eru óðum að hverfa á Íslandi, og að öllum líkindum verða horfnir innan nokkura ára ef ekkert breytist. Hinsvegar er breyting ekki eitthvað sem mun gerast á Íslandi. Ekkert frekar en að það hefur ekki orðið nein breyting á Íslandi eftir hrun. Það er mikið talað um breytingu, en þessi breyting er ekki á borði og hefur aldrei verið það.

Hvernig fall hins íslenska lýðveldis verður háttað á eftir að koma í ljós. Það sem er hinsvegar ljóst að ástæða þess að íslenska lýðveldið mun falla og falla hart og illa verður vegna spillingar í stjórnkerfinu og í samfélaginu. Síðan spilar líka inn í þetta væntanlegt fall íslenska lýðveldisins hvernig atburðarrásin verður á Íslandi næstu mánuði. Hinsvegar eru þeir atburðir sem munu leiða til fall íslenska lýðveldisins farnir af stað, og fóru af stað í dag með yfirlýsingu Forseta Íslands. Þar sem hann ætlar sér að grípa völd sem honum eru ekki heimil samkvæmt stjórnarskrá Íslands að hafa. Aðgerðir sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins gegn almenningi á Íslandi og gegn núverandi stjórnvöldum.

Það er þó einnig ljóst að áður en til fall hins íslenska lýðveldis kemur. Þá mun verða tímabil fasisma, þjóðernishyggju og einangrunarhyggju í gangi á Íslandi. Einnig sem að ég reikna með að skoðanakúgun hversskonar verði almennt viðurkennd sem almennur hlutur. Hversu lengi þetta tímabil mun vara er alls óljóst á þessari stundu. Hinsvegar þetta tímabil hafið, og hófst í mínum huga þann 1. Október, 2011 með ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar. Þar sem markmiðin eru ljós og það hlutverk sem Ólafur ætlar sér líka. Hversu lengi tímabil fasisma og skoðanakúgun á Íslandi mun ríkja veltur á mörgum samverkandi þáttum sem ómögulegt er að segja til um á þessari stundu. Hinsvegar óttast ég að þetta tímabil muni vara í áratugi og valda ómældu efnahagslegu tjóni, og einnig ómældu tjóni á íslensku þjóðinni.

Hvað gerist eftir þetta tímabil verður erfitt að segja til um. Annaðhvort kjósa íslendingar áframhaldandi sjálfstæði með þeirri ábyrgð sem því fylgir, eða þá að íslendingar ganga inn í annað ríki og hætta að blekkja sjálfan sig um það að þeir geti rekið þjóðfélag á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Mín spá er hinsvegar sú að íslendingar muni kjósa að ganga aftur inn í Danska konungsríkið þegar þar að kemur (Ég tel víst að Noregur muni ekki samþykkja inngöngu Íslands inn í Noreg af sögulegum ástæðum). Svo slæmt óbragð verða íslendingar með af fasisma og spillingu að ekkert annað mun koma til greina.

Hvað gerist hinsvegar þegar fram líða stundir á eftir að koma í ljós. Ég tel hinsvegar víst að ég hafi meira rétt fyrir mér en rangt hérna. Sjáum þó til. Það er alltaf von.