Viðbrögð andstæðinga Evrópusambandsins við þeirra eigin talsmáta

Það er staðreynd að andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi kalla Evrópusinna öllum illum nöfnum. Enda hafa Evrópusinnar verið kallaðir landráðamenn, svikarar og fleira í þeim dúr. Ég hef því ákveðið að svara í sömu mynt undanfarið. Niðurstaðan af því varð og er mjög áhugaverð. Þegar andstæðingum Evrópusambandsins er svarað á sama hátt og andstæðingar Evrópusambandsins tala við fólk. Niðurstöðunar eru afskaplega áhugaverðar að mínu mati. Þær eru hvorki langar eða flóknar. Þegar andstæðingum Evrópusambandsins er svarað á sama hátt og þeir tala um Evrópusinna. Þá móðgast þeir og láta eins og þeir eigi svona talsmáta ekki skilið.

Hérna er gott dæmi um hvað ég á við.

Hérna er síðan svarið hjá mér, og svörin sem ég fékk sem mótsvör.

Hægt er að skoða alla umræðuna hérna.

Þetta dæmi sýnir vel hversu mikla hræsni andstæðingar Evrópusambandsins stunda í umræðunni á Íslandi. Enda þykir andstæðingum Evrópusambandsins allt í lagi að drulla yfir Evrópusinna með öllu illu. Hinsvegar ef það sama er gert af hálfu Evrópusinna. Þá láta andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eins og þeir séu alltaf fórnarlömb í umræðunni. Á meðan staðreyndin er sú að gerendur í þessari umræðu er alltaf andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi. Enda hefur það gengið vel hjá þeim að spila sig sem fórnarlömb í umræðunni um Evrópusambandið. Á meðan staðreyndin er sú að andstæðingar Evrópusambands aðildar Íslands eru allt annað en fórnarlömb. Þarna á ferðinni eru sérhagsmunasamtök sem hafa nú þegar eytt milljörðum króna (þeir keyptu gjaldþrota Morgunblaðið bara í þessum tilgangi, og lögðu einnig Bændablaðið undir sig í sama tilgangi) í áróður gegn Evrópusambandinu á Íslandi, og hafa staðið fyrir ósvífinni áróðursherferð gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að Evrópusambandinu í fjölmiðlum á Íslandi.

Það er því ljóst að andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eru hvorki fórnarlömb eða sakleysingjar í umræðunni um Evrópusambandinu. Heldur er hérna á ferðinni harðsvíraður hópur af sérhagsmunafólki sem vílar ekki fyrir sér að ljúga og blekkja ef þess þarf. Einnig sem að þetta fólk hikar ekki við að kalla Evrópusinna öllum illum nöfnum, en lætur síðan eins og það hafi ekki gert neitt rangt ef því er svarað í sömu mynt af Evrópusinnum. Það er til orð yfir svona fólk, og það orð er hræsnarar.