Dómstólar ritskoða fjölmiðla á Íslandi

Ég sé á nýjustu fréttum að Hæstiréttur Íslands heldur áfram þeirri stefnu sem sjálfstæðisflokkurinn markaði fyrir nokkru síðan. Sú stefna var að ritskoða fjölmiðlamenn á Íslandi í gegnum dómstóla. Enda hefur sjálfstæðisflokkurinn stillt hæstarétti þannig upp að dómarar þar eru hallir undir það sem kemur frá sjálfstæðisflokknum. Þetta sést mjög vel þegar skipanir dómara á valdatíma sjálfstæðismanna eru skoðaðar. Enda var það þannig að sjálfstæðisflokkurinn var alltaf með dómsmálaráðuneytið í þeim ríkisstjórnum sem hann sat í.

Það kemur því lítið á óvart að núna skuli íslenskir fjölmiðlamenn fara halloka fyrir Hæstarétti Íslands, sem er í reynd besti vinur allra hrunaðila á Íslandi og hefur verið það til lengri tíma núna. Stóra spurningin er sú að hvert kærir maður Hæstarétt Íslands fyrir blístrandi vanhæfni og spillingu ?

Nærtækast væri að setja upp íslenska sjónvarpsstöð erlendis, svo að blaðamenn geti flutt fréttir af spillingunni á Íslandi óhræddir við ritskoðun Hæstarétts Íslands. Enda er ljóst að íslenskum blaðamönnum verður ekki óhætt fyrir ritskoðun Hæstaréttar Íslands á öllum þeim spillingarfréttum sem eiga ennþá eftir að koma í dagsljósið á Íslandi.

Fréttir af þessu.

Svavar Halldórsson hlaut dóm (Rúv.is)
Svavar sakfelldur: Greiðir Pálma 200 þúsund krónur (DV.is)

One Reply to “Dómstólar ritskoða fjölmiðla á Íslandi”

  1. Svavar Halldórsson er Sjálfstæðismaður og þess vegna eru þessar fullyrðingar hjá þér mjög skrítnar. Þannig er það nú bara og hefur alltaf verið.

Lokað er fyrir athugasemdir.