Íslandi lokað fyrir útlendingum

Núna er það stefnan að loka Íslandi fyrir útlendingum. Helsta afsökunin sem er notuð til þess að banna þetta er að ónýtt land sé auðlynd. Á meðan það er smá sannleikskorn í þessu. Þá verður samt að skoða hlutina í samhengi. Grímsstaðir á fjöllum er víst 300 ferkílómetra jörð. Fullyrt hefur verið að þetta sé 0.3% af flatarmáli Íslands.

Jarðir á Íslandi eru settar upp til þess að nýta þær. Í lagflestum tilfellum fer þessi nýting þannig fram að það eru bændur sem búa á jörðunum og nýta hana til þess að framleiða matvöru. Önnur hefur þessi nýting ekki verið undanfarna áratugi á Íslandi. Hvað Grímsstaði á fjöllum varðar. Þá má víst ekki halda sauðfé þarna, og ég sé ekki að annar búskapur muni koma fram á þessari jörð. Bæði vegna staðsetningar hennar og landslags.

Hvað varðar hótel, gólfvöll og fleira á Grímsstöðum á fjöllum þá er þetta ekki eitthvað sem ég mundi hafa áhyggjur af. Ef að þessi áform ganga ekki upp. Þá ganga þau bara ekki upp og ekki neitt meira með það. Þá verður bara jörðin seld aftur og eitthvað annað gert í staðinn. Hvað svo sem því líður. Þá er alveg ljóst að melanir og óbyggðin verður þarna til staðar áfram. Enda ómögurlegt að byggja yfir allt þetta landsvæði, eins og margir augljóslega ímynda sér þessa dagana.

Íslendingar nota hinsvegar margþættar og undarlegar réttlætingar til þess að loka Íslandi fyrir útlendingum. Tap á auðlyndum (sem eru kannski ekki einu sinni til staðar) er vinsæl réttlæting.

Íslenskur almenningur ætti að fara búa sig undir innflutningshöft (eða flytja frá Íslandi sem annan möguleika). Vegna þess að það er sú stefna sem íslendingar eru að taka með því að styðja þær pólitísku ákvarðanir sem einangrunarsinnar í stjórnmálaflokkum á Íslandi boða.