Hættulegar skoðanir

Ég hef undanfarið verið að taka þátt í umræðu á DV. Þá vegna þess að ég vogaði mér að vera ósammála þeirri fullyrðingu sem var sett fram í frétt DV um orsök og afleiðingu. Í stuttu máli. Þá er ég orðinn vondi maðurinn vegna þess að ég er ósammála þeirri fullyrðingu að börn séu heilalaus verkfæri fjölmiðla og alls þess efnis sem kemur þar fram. Núna í lokin er búið að kalla mig stuðningsmann nauðganga. Þetta er auðvitað bara uppspuni hjá viðkomandi og um mig, enda hef ég krafið viðkomandi um afsökunarbeiðni en ég mun líklega aldrei nokkurntíman fá þessa afsökunarbeiðni.


Athugasemdin þar sem ég var sakaður um að styðja nauðganir. Ég ritskoða ekki nöfn á fólki. Sé nákvæmlega enga ástæðu til þess. Það sagði þetta opinberlega og verður bara að lifa við þá ákvörðun sína.

Þessi umræða sem átti sér stað á vefsíðu DV sýnir fyrir mér fyrst og fremst það að er illa hægt að vera með aðra skoðun á Íslandi, og færa rök fyrir henni. Vegna þess að þá er bara farið að ljúga upp á mann hlutum og síðan er manni sagt að halda kjafti í þokkabót (var líka gert) vegna þess að maður er ekki á sömu skoðun og fólkið með kyndlana og hey-kvíslanar. Þá hlítur maður að vera vondur og það er bara opið skotleyfi á mann fyrir það eitt.

Það er því ekki nema von að það sé illa komið fyrir íslendingum með þennan hugsunarhátt í gangi hjá sér. Frétt DV með athugasemdum er hægt að lesa hérna.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 20:15 UTC. Titli bloggfærslunar breytt.