Kristnir menn ráðast gegn frelsinu á Íslandi

Á Íslandi er trúfrelsi samkvæmt stjórnarskrá Íslands. Þó er það engu að síður þannig að Lútertrúar-kirkja kristinna manna nýtur sérstakrar verndar íslenska ríkisins. Ennfremur sem að hin lúterskra-kirkja kristinna manna á Íslandi fær hátt í 5 milljarða króna árlega í að stunda áróður um kristina trú bara á Íslandi. Þetta er fyrir utan laun presta sem íslenska ríkið borgar og án rekstur grafreita (kirkjugarða). Fyrir nokkrum árum þá fóru þau gjöld sem eru innheimt af trúlausum sem standa utan löggiltra trúfélaga beint til Háskóla Íslands. Í staðin fer gjaldið til ríkisins og þaðan til ríkiskirkjunnar á Íslandi.

Það er ennfremur fullkomnlega óeðlilegt að starfsmenn íslenska ríkisins skuli ráðast gegn tjáningarfrelsi almennings á Íslandi eins og gert hefur verið undanfarna mánuði og ár. Enda er það þannig að einstaklingar hafa ekki heimild til þess að ráðast gegn frelsi annara. Hvort sem það er á orði eða í verki. Slíkt er og hefur alltaf verið andstætt lögum á Íslandi. Það er einnig staðreynd að trúmenn hverskonar hafa einnig staðið í áróðursherferðum gegn trúleysingum og samtökum þeirra á Íslandi (þ.e Vantrú, Siðmennt og fleiri). Í þetta hefur Háskóli Íslands verið notaður, ásamt fjölmiðlinum Morgunblaðinu. Sem hefur birt einhliða greinar gegn Vantrú og síðan neitað að birta svargreinar í andstöðu við gildandi fjölmiðlalög á Íslandi. Enda er það þannig að í sjálfstæðisflokknum er mikill fjöldi guðshræddra manna sem víla ekki fyrir sér að stoppa og troða ofan á öllum öðrum ef það þjóðnar hagsmunum þeirra. Samstarf ríkiskirkjunar við fólk innan sjálfstæðisflokksins ætti því ekki að koma á óvart. Framsóknarflokkurinn er hækja þarna eins og annarstaðar. Enda þurfa ríkiskirkjan og sjálfstæðisflokkurinn einhvern til þess að standa á þegar þarf.

Kristnir menn á Íslandi eru á móti frelsinu eins og trúarmenn annarstaðar. Það gildir einu hvað trúarbrögðin eru kölluð. Allstaðar eru menn sem standa að þeim á móti frelsinu og samvinnu þjóðanna. Þetta er allstaðar svipað, gildir einu hvar er borið niður. Allstaðar eru trúmenn og fólk sem er tengt þeim á móti framförum, frelsi og lífsgæðum. Þess í stað vill það stunda 2000 ára úrelta möntru um heiminn sem er jafn heimskuleg og að hoppa fram af björgum á góðum sumardegi.

Það yrði mikil framför ef að mannkynið mundi losa sig endanlega við trúarbrögð. Enda eru þau akkerishæll íslendinga sem og annara jarðarbúa.