Iðnaðarsaltaðir Evrópuandstæðingar

Það er ýmislegt sem pirrar andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Það fyrsta er auðvitað að Evrópusambandið er ennþá til. Eftir spádóma frá árinu 1959 um að Evrópusambandið hljóti núna að vera fara hrynja. Þá er Evrópusambandið ennþá til staðar í Evrópu, og evran er ennþá þarna. Þegar það kemur að evrunni. Þá hafa andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi verið að spá endalokum evrunnar síðustu 13 til 11 ár, með öðrum orðum. Frá því að evran var sett á lagginar. Þetta er alveg eins spádómur og ESB andstæðingar á Íslandi (og annarsstaðar líka) hafa verið að koma með um Evrópusambandið síðan það var stofnað.

Sem sagt. Andstæðingar ESB eru að endurtaka rullu sem hefur klikkað síðan árið 1958, og það sér ekki fyrir endan á þessum dómsdagsspádómum andstæðinga ESB á Íslandi. Ekkert nýtt þar á ferðinni. Vanþekking er einnig algeng hjá andstæðingum ESB. Enda er engin vilji til þess að kynna sér málið, eða horfa til sögunar þegar ákvarðanir eru teknar. Heldur eru hlutinir bara ákveðnir. Það er í raun ákveðið að það sé norðanátt, þegar það er í raun sunnanátt.

Á Íslandi er alger skortur á eftirliti eins og er að koma í ljós. Aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi tryggja betra eftirlit, betra fjármagn til slíks eftirlits og óháða eftirlitsaðila sem gætu starfað á Íslandi. Íslendingar mundu þá sjá

Bændasamtökin í Spænska kókinu

Bændasamtök Íslands eru helstu samtök bænda á Íslandi. Það er að nafninu til eingöngu. Í raunveruleikanum eru Bændasamtök Íslands sérhagsmunasamtök afurðarstöðva og þeirra kaupfélaga sem eru ekki farin á hausinn. Stærsti hluthafin í þessu batterí er síðan Kaupfélag Skagafjarðar, sem hefur verið mjög svo upptekið í spillingunni undanfarin ár. Reyndar eru Bændasamtök Íslands svo spillt dæmi að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gerði sérstakar athugasemdir við það í rýniskýrslu sinni árið 2009.

Í síðasta bændablaði var innflutningur af 40.000 flöskum af spænsku kóki gerður að umtalsefni, og það mál notað sem röksemdafærsla fyrir því að matvælaverð mundi nú ekki lækka ef íslendingar ganga í Evrópusambandið. Rökin eru auðvitað nákvæmlega engin. Það skiptir hinsvegar Bændasamtök Íslands engu máli. Eitthvað var fullyrt um Evrópusambandið hjá þeim, og í eyrum Bændasamtaka Íslands þá er allt sannleikurinn sem frá þeim kemur.

Eins og allir vita sem fylgjast með. Þá mun verðlag á íslensku kóki ekkert lækka þrátt fyrir að söluverð Vífilsfells lækki til N1. Enda er það nú bara þannig að samkeppni á þessum markaði er lítil til engin á Íslandi. Það er því einfaldlega bjánaskapur að halda að verðlagið á kókinu frá Spáni muni vera eitthvað lægra þrátt fyrir að N1 hafi fengið það á lægra verði. Hitt er svo annað mál að Bændasamtök Íslands vilja viðhalda þeirri einokun og háa vöruverði sem er ríkjandi á Íslandi vegna einokunar á landbúnaðarvörum og framleiðslu þeirra.

Það má aftur á móti benda á þá staðreynd að matvælaverð er um 30% ódýara í Danmörku en á Íslandi, og er Danmörk eitt dýrasta Evrópusambandslandið. Þetta er staðreynd sem Bændasamtökin hafa ekki fjallað neitt um. Ég er ekkert hissa á því Bændasamtökin skuli ekki fjalla um þessar staðreyndir. Enda eru þetta óþægilegar staðreyndir um hinn íslenska matvælamarkað fyrir Bændasamtök Íslands.