Haftakróna Evrópuandstæðinga í Heimssýn og víðar

Innan Heimssýnar, Evrópuvaktarinnar og annarstaðar í hugarheimi Evrópuandstæðinga er íslenska krónan bjargvættur íslendinga og hins íslenska efnahags. Staðreyndin er hinsvegar sú að ekkert er fjarri sanni. Íslenska krónan og allt hennar hafurtask er og hefur alltaf verið til bölvunar íslendinga frá því að íslenska krónan var stofnuð árið 1918, þegar skilið var á milli íslensku krónunar og þeirrar dönsku á pari (1:1). Á þessum rúmlega 94 árum sem íslenska krónan hefur verið til. Þá hefur íslenska krónan verið í höftum mest allan tíman. Enda voru fyrstu gjaldeyrishöft íslendinga sett árið 1931, eftir gjaldeyriskreppu sem hófst árið 1920, aðeins tveim árum eftir að stofnað var til Íslensku krónunnar (heimild um þetta hérna). Íslensk króna hefur verið í gjaldeyrishöftum núna í rúmlega 64 ár (svona lauslega áætlað). Þetta þýðir að íslenska krónan hefur aðeins verið í rúmlega 30 ár án gjaldeyrishafta eða annara takmarkana er varða viðskipti með hana.

Íslenska krónan veldur því einnig að vaxtastigið á milli Íslands og Evrópu er margfalt. Besta dæmið um þetta er að stýrivextir (ecb.int) á evrusvæðinu eru í dag 1%, en á Íslandi eru þeir 4,75%. Þetta er munur upp á 3,75%. Bara á milli Íslands og Danmerkur er munur á vöxtum 4,05%, en stýrivextir eru 0,7% í Danmörku þessa dagana. Þetta er gífurlegur vaxtamunur, og hann er íslendingum öllum í óhag. Enda sést það á því verðlagi sem er til staðar á Íslandi þessa dagana. Þessi vaxtamunur gerir það einnig mjög erfitt að viðhalda efnahagslegu jafnvægi á Íslandi. Þetta eru allt saman staðreyndir sem enginn evrópuandstæðingur nefnir eða þorir að tala um. Verðbólgan á Íslandi er á sama tíma 6,5%, en á Evrusvæðinu er verðbólgan 2,1%. Í Danmörku er verðbólgan eitthvað í kringum 2,3% eftir því sem ég kemst næst.

Fullyrðingar þess efnis af hálfu Heimssýnar um að evran sé að drepa Evrópusambandið eru því innantómt bull og rúmlega það. Sérstaklega í ljósi þess að íslenska krónan hefur í raun aldrei verið stöðug og mun aldrei verða stöðugur gjaldmiðill. Fyrir því eru góðar ástæður. Helst ber að nefna er lítil verðmætasköpun sem stendur á bak við íslensku krónuna. Hátt vaxastig, verðtrygging og fleira í þeim dúr. Tilraunir Evrópuandstæðinga á Íslandi þess efnis að íslenska krónan hafi í raun bjargað íslendingum eru því fáránlegar. Enda má ljóst vera að íslenska krónan verður áfram í höftum á næstu árum, og líklegt má vera að ef eitthvað meira kemur upp á í íslensku efnahagslífi. Þá munu þessi höft verða heft til mikilla muna.

Vefsíður aðdáenda íslenskra haftakrónuaðdáenda.

Tálbeitan sem fáa lokkar lengur (Vinstri Vaktin Gegn ESB)
Krónan bjargar Íslandi, evran drepur ESB (Heimssýn)