Gengi íslensku krónunar lækkað í þágu sjávarútvegs og áliðnaðar á Íslandi

Það er mín skoðun að gengisfall íslensku krónunar undafarna daga eigi sér rökréttari skýringar en ætla mætti. Mér sýnist að hérna sé um að ræða þjónkun Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnar Íslands við sjávarútveginn og síðan álframleiðendur á Íslandi. Gengi krónunar er lækkað handvirkt í þeim tilgangi til þess að auka verðmæti útflutnings frá Íslandi. Þetta auðvitað er bara hækkun á verðmæti vöru vegna lélegs gengis. Þetta er ekki hækkun á raunverðmæti vörunnar (það sem markaðurinn er tilbúinn til þess að borga fyrir vöruna).

Þetta er gömalt bragð á Íslandi. Nema að hérna áður fyrr var þetta ákveðið alveg í ríkisstjórn og síðan kom frétt um gengisfellingu Íslensku krónunar í fjölmiðlum. Það er ekki gert núna. Heldur er gengið bara fellt rólega þegar þess þarf. Síðan er gengið styrkt aftur yfir sumarið, svo að ferðamenninir fái nú ekki of mikið fyrir gjaldeyrinn sinn. Það er þó almenningur á Íslandi sem tapar á þessu. Enda veldur þetta lægra gengi því að vöruverð hækkar á Íslandi, sem aftur á móti hækkar verðbólguna, sem aftur á móti hækkar verðtrygginguna, sem aftur á móti mun hækka stýrivexti á Íslandi fljótlega.

Það er ekkert skemmtilegt að búa á Íslandi undir svona ástandi.