Kominn í framhaldsskóla

Ástæða þess að lítið hefur verið að gerast á blogginu hjá mér undanfarið er sú að ég er kominn í framhaldsskóla. En sá skóli er FNV, eða Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra.

Ég er ekki ennþá búinn að fá tenginu við internetið í gegnum netkerfi skólans. En þeir sem sjá um þessi mál í skólanum eru víst ekkert að flýta sér, enda er víst búið að einkavæða netþjónstu við nemendur til fyrirtækis útí bæ. En mér sýnist að netþjónustan við nemendur hafi ekkert lagast síðan ég var í skóla hérna síðast og þá var hún ríkisvædd.

Ég get því miður ekki bloggað úr tölvum skólans, IE7 sem er notaður á öllum vélum skólans hrynur í hvert skipti sem ég ætla mér að fara að skrifa inná bloggið hjá mér. Ekki veit ég hvað veldur, en hinsvegar hef ég tekið eftir því að veiruvarnar forrit skólans lætur vita af úreltri veiruvörn sem er í gangi á vélum skólans.

Reyndar hef ég heyrt það að til þess að fá að tengjast neti skólans, þá þurfi ég að leyfa kerfisstjóra skólans að setja upp þeirra vírus vörn inní tölvuna hjá mér. En mér finnst það fáránlegt, sérstaklega þar sem umrædd vírusvörn er þekkta af nemendum skólans fyrir að hægja allsvakalega á tölvum nemenda. Ég tek ekki í mál að setja upp forrit sem hægir á tölvunni hjá mér. Mig minnir að umrætt veiruvarnarforrit sé Office útgáfan af veiruvarnarforriti Trend Micro, en ég er þó ekki viss.

Ég er einnig með ágæta vírusvörn í tölvunni hjá mér, sem er uppfærð einu sinni á dag að jafnaði. En veiruvörnin er alltaf uppfærð þegar ég kveiki á tölvunni. Nema þessa dagana vegna lélegs internetsambands.

Ég vona að ég komist í almennilegt internet samband á næstu dögum. Þannig að ég þurfi ekki að nota gsm símann mikið lengur til þess að kýkja á internetið.

Ég hef einnig ákveðið að segja mig útúr nemendafélagi skólans, græði afskaplega lítið á því að vera í því.