Öll norðurlöndin eiga að vera aðildar að Evrópusambandinu

Það er nauðsynlegt fyrir öll Norðurlöndin, auk Færeyja og Grænlands að gerast aðildar að Evrópusambandinu. Þannig má vernda hagsmuni þessara ríkja á norðurslóðum. Ásamt því að vernda viðskiptalega hagsmuni þessara ríkja í Evrópu til lengri tíma litið. Enda yrðu öll Norðurlöndin áhrifamikil innan Evrópusambandins ef þau væru öll þar inni, sem er ekki staðan í dag.


Fánar Norðurlandanna í Kaupmannahöfn, Danmörku þann 11. Mars 2012. Höfundarréttur að þessari mynd tilheyrir Jóni Frímanni Jónssyni. Allur réttur áskilin.

Andstaða Íslendinga og Norðmanna við aðild að Evrópusambandinu er merki um þröngsýni og skammsýni sem einkennir stjórnmál þessara ríkja. Þetta á einnig við þau stjórnmál sem eru stunduð í Færeyjum og Grænlandi. Þar sem alið er kerfisbundið á andstöðu við aðild gegn Evrópusambandinu með lygasögum og öðrum órökstuddum fullyrðingum um hvað Evrópusambandið gerir, og hvernig það gerir það.

Færeyjar og Grænland mundu ganga í Evrópusambandið á öðrvísi forsendum en Ísland og Noregur. Þar sem Færeyjar og Grænland eru ekki sjálfstæð ríki. Grænland er þó fullvalda ríki í dag, en er samt undir dönsku krúnunni ennþá í dag. Áhrifin yrðu engu að síður ekkert minni en annara ríkja í Evrópusambandinu þrátt fyrir þennan mun. Þökk sé sáttmálum Evrópusambandsins um stöðu þessara svæða innan þess.