Siðleysið í íslensku samfélagi

Það er alveg stórmerkilegt hversu mikið siðleysi þrífst í íslensku samfélagi. Þetta sést best á handahófskenndum þjófnaði sem er stundaður á Íslandi. Hérna á ég auðvitað ekki við skipulagað glæpastarfsemi, sem meðal annars leggur skiplega á ráðin innbrot inn í bíla og hús fólks.

Hérna er ég að tala um glæpi fólks þar sem lausum hlutum er stolið þar sem til þeirra sést. Gott dæmi um þetta er sá þjófnaður sem Ómar Ragnarsson varð fyrir núna og hann lýsir í bloggfærslu á blogginu sínu. Svona þjófnaður er mjög dæmigerður fyrir það siðleysi sem þrífst í íslensku þjóðfélagi. Það segir mikið um íslenskt þjóðfélag og hvernig er litið á annara manna eigur ef að fólk getur ekki látið hluti frá sér í þéttbýli án þess að þeim sé stolið samdægurs.

Það er ekki lögmál að hlutinir eigi að vera svona. Þetta er slæm þróun á Íslensku þjóðfélagi og þetta þarf ekki að vera svona. Þetta hefst auðvitað allt saman hjá börnunum og foreldrum þeirra. Þar er ýtt undir að þessi hegðun sé áltin eðlileg og samþykkt í þjóðfélaginu. Eitthvað sem er rangt og gengur í raun ekki upp. Þar sem þjófnaður á hlutum fólks á ekki að vera samfélagslega samþykkt hegðun. Eins og virðist vera raunin á Íslandi hjá ákveðnum hópum innan þjóðfélagsins. Lagabókstafurinn hefur lítið með þetta að gera.

Það er mín tilfinning að á Íslandi sé ég miklu óöruggari með mig, og mitt dót en á Íslandi heldur en í Danmörku. Þó er Danmörk talsvert stærra (í Danmörku búa 5.5 milljónir en aðeins 320.000 búa á Íslandi) þjóðfélag heldur en hið íslenska. Glæpir eiga sér auðvitað stað í Danmörku eins og á Íslandi. Það er hinsvegar bara mun minna þol gegn slíku í Danmörku og Evrópu almennt en á Íslandi.

One Reply to “Siðleysið í íslensku samfélagi”

  1. Jonnie I say that most thefts come from [racism removed] and other Third World immigrants. Of course Lithuanian and Polish theft gangs have been reported recently. Surely Vikings would not steal from each other. If you limit immigration to high quality White people, you would not have any thefts. Admit only immigrants that bring jobs not take them.

    [Editor note: Removed racist link. We do not allow links to racist material on this web site.]

Comments are closed.