Skiptir umræðan nokkru máli á Íslandi ?

Það er stórt spurning hvort að umræðan á Íslandi skipti almennt einhverju máli. Það verða einstaka breytingar þegar hneykslið er nógu stórt um umræðan nógu öfgakennd. Þá verða helst breytingar, en oftast ekki.

Það er staðreynd að sjálfstæðisflokkurinn, framsóknarflokkurinn og Vinstri Grænir ásamt hluta af Samfylkingunni hunsa umræðuna á Íslandi algerlega og hafa alltaf gert það. Það er ennfremur þannig í umræðunni á Íslandi að það þykir ekki stórmál ef einhver verður uppvís að lygum eða blekkingum í henni. Síðan eru þeir sem benda á þessar staðreyndir oft bara hunsaðir, eða einfaldlega bara skammaðir og sagt að þegja eins og óþekkum krökkum.

Umræðan á Íslandi er til marks um það hversu illa íslenskt samfélag er statt í dag. Enda sést það best á því að ekkert breytist á Íslandi og vandamálin eru þau sömu. Enda komast stjórnmálaflokkar á Íslandi upp með það að hunsa umræðuna gjörsamlega á Íslandi, og hafa alltaf gert það.