Hæpnar fullyrðingar Höllu Gunnarsdóttur

Feministar á Íslandi eru þekktir fyrir að fullyrða allan fjandan án þess að hafa nokkuð fyrir sér með þessum fullyrðingum. Enda geta þær hvorki vísað í rannsóknir eða almennilegar heimildir fyrir þeim fullyrðingum sem eru settar fram í umræðunni.

Hérna eru dæmi.

[…]

Vændi, nektardans og klám eru af sama meiði. Höfðað er til kynhvatarinnar, og þá aðallega kynhvatar karla en konur – og einnig börn – eru viðföng, hlutir sem má nota til að uppfylla þarfir annarra. Að baki býr sú hugmynd að kynlíf sé hægt að kaupa. Manneskja sem selji kynlíf geri það ánægjunnar vegna og að kaupandinn eigi rétt á því að njóta þess frelsis sem peningar veita honum.
En raunveruleikinn er allt annar. Rannsóknir og reynslusögur sýna að klám- og vændisiðnaðurinn er langt frá því að vera heimur hamingjunnar. Skaðsemi þessara „starfa“ er ekki á neinn hátt sambærileg við skaðsemi annarra starfa og verður því ekki borinn saman við líkamlega erfiða vinnu, svo dæmi séu tekin. Klámiðnaðurinn gengur fyrir ofbeldi og kúgun. Hamingjusama hóra dagsins í dag stígur kannski fram á morgun og segir aðra sögu. Og þeir sem kaupa, þeir geta aldrei vitað hvaðan manneskjan kemur, hvort hún var seld milli landa eða misnotuð til hlýðni. Vegabréfslaus í ókunnugu landi, háð þeim sem gera hana út. […]

[…]

Klámiðnaðurinn skaðar ekki aðeins þá sem lenda í klóm hans heldur einnig samfélagið í heild sinni. Þótt til séu karlar sem geta farið inn á nektardansstaði eða horft á gróft klám og komist frá því með sömu viðhorf til kvenna og þeir höfðu áður þá er það ekki þannig með alla. Klámiðnaðurinn ýtir undir kvenfyrirlitningu og kvenfyrirlitning elur af sér ofbeldi gegn konum. Þannig getur klám beinlínis leitt til nauðgana og annars ofbeldis.

[…]

Nektardansstaðir þrífast á skaðlegum staðalmyndum og á því ójafnvægi sem ríkir milli kynjanna í heiminum í dag. Í heimi þar sem tekst ekki einu sinni að tryggja að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu er fjarstæðukennt að ætla að halda því fram að hægt sé að reka nektardansstaði þar sem konur eru frjálsar.
Klámiðnaðurinn skaðar ekki aðeins þá sem lenda í klóm hans heldur einnig samfélagið í heild sinni. Þótt til séu karlar sem geta farið inn á nektardansstaði eða horft á gróft klám og komist frá því með sömu viðhorf til kvenna og þeir höfðu áður þá er það ekki þannig með alla. Klámiðnaðurinn ýtir undir kvenfyrirlitningu og kvenfyrirlitning elur af sér ofbeldi gegn konum. Þannig getur klám beinlínis leitt til nauðgana og annars ofbeldis.

[…]

Karlarnir sem kaupa aðgang að konum eru tæplega frjálsir. Þvert á móti geta þeir verið fastir í viðjum skaðlegrar karlmennskuímyndar, ímyndar sem setur þá í þá stöðu að telja sig þurfa að vinna öllum stundum til að eignast peninga en að á sama tíma sé eðlilegt að eyða þeim peningum á einu bretti inni á nektardansstað. Og þótt þeir reyni að fylla í tómarúmið innra með sér með því að kaupa sér aðgang að konum þá ber það sennilega sjaldnast, ef nokkurn tímann, árangur. Sumir þeirra verða jafnvel háðir nektardansstöðum. Háðir skömminni og kynferðislegri fullægju. Vandinn er hins vegar sá að þegar kynlíf er tengt saman við skömm þá hverfur ánægjan fljótt. Kynlífsbyltingin, sem sum hér muna eflaust eftir, gekk einmitt út á það að frelsa kynlífið undan skömminni, svo við mættum öll vera frjáls. Klámvæðingin er bakslagið, byltingin sem étur börnin sín.

[…]

Bann við nektardansstöðum er aðeins eitt lítið skref á langri vegferð. Þrátt fyrir bannið hér á landi eru enn starfræktir tveir staðir sem virðast bjóða upp á nektardans eða gera út á nekt með öðrum hætti. Enn hefur ekki reynt á túlkun laganna hvað þetta varðar. En þótt ekki hafi enn tekist að framfylgja banninu fyllilega dregur það ekki úr gildi laganna, ekki frekar en að það dragi úr gildi laga gegn ölvunarakstri að enn aki menn ölvaðir eða laga geng nauðgunum að enn sé nauðgað.
Bann við starsfemi nektardannstaða er liður í að afnormalisera kaup karla á líkömum kvenna. Ef Norðurlöndin ætla að halda áfram á vegferð sinni að kynjajafnrétti verður að stöðva hlutgervingu á konum. Annars næst aldrei jafnrétti.

Allar tilvitnanir eru teknar úr þessum hérna pistli Höllu.

Þrátt fyrir að margir aðildar hafi margspurt femininsta á Íslandi um gögn máli sínu til stuðnings (viðurkenndar rannsóknir). Þá hafa engin gögn verið færð fram sem styðja fullyrðingar feminsta. Tengingar feminsta við barnaníð og glæpi eru ennfremur siðleysi í sjálfu sér. Þar sem að réttlætingu fyrir þessum fullyrðingum er að finna í þessum tengingum. Það er ennfremur ljóst að bannið við nektardansi og vændi á Íslandi er fáránlegt og á sér afskaplega fáar stoðir í raunveruleikanum.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 23:26 UTC þann 23.03.2012. Málfarsvillur lagaðar.
Bloggfærsla uppfærð klukkan 00:37 UTC þann 24.03.2012. Málfarsvillur lagaðar.

One Reply to “Hæpnar fullyrðingar Höllu Gunnarsdóttur”

  1. Takk fyrir að benda á þennan frábært pistil frá Höllu! Must read fyrir alla!

Lokað er fyrir athugasemdir.