Heimssýn að hruni komin

Samtökin Heimssýn er að hruni komin. Enda er fjáraustur í þeirra garð farin að þorna upp á síðustu mánuðum. Þessi samtök sem voru stofnuð árið 2002 af Ragnar Arnalds og öðrum 100 einstaklinum (frétt Morgunblaðsins um stofnun Heimssýnar er að finna hérna). Markmið Heimssýnar hefur alltaf verið að berjast gegn Evrópusamvinnu íslendinga með öllum mögulegum ráðum. Breytir þá einu hvort að um var að ræða satt eða logið í umræðunni um Evrópusambandið. Allt neikvætt var sett fram um Evrópusambandið ef það fannst, og ef það fannst ekki. Þá var það skáldað upp á staðnum.

Síðan Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu árið 2009 hefur Heimssýn verið tekin yfir af Vinstri Grænum, sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum. Þetta samstarf er núna að liðast í sundur vegna öfga sem eru komnir upp í þessum stjórnmálaflokkum. Ásamt öðru ósætti innan þeirra. Kröfur Heimssýnar og undirskriftarlistar þess efnis að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka hafa ekki borið neinn árangur. Þrátt fyrir dýra og viðamikla auglýsingarherferð um þessa undirskriftarsöfnun.

Síðan er málgögn Heimssýnar að verða gjaldþrota. Það er Morgunblaðið, og síðan stendur Bændablaðið í þeim sporum að enginn með réttu ráði trúir því sem þar stendur um Evrópusambandið. Síðan eru áhrifin af Davíð Oddssyni orðin stórt vandamál innan Heimssýnar. Enda hefur Davíð þá reglu að skipta sér af öllu sem honum dettur í hug.

Af þessu leiðir að innviðir Heimssýnar hafa verið að rotna undanfarin ár með ógnar hraða, og núna er svo komið að ekki stendur steinn yfir steini í þessum samtökum andstæðinga Evrópusamvinnu, Evrópusambandsins og alþjóðsamskipta Íslands. Það má þó ekki rugla þessi við þeirri staðreynd að það eru örfáir einstaklingar sem skrifa á vef Heimssýnar og uppfæra bloggsíðuna þeirra. Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd að Heimssýn eru ónýt samtök, og það er bara spurning um tíma hvenar þessi samtök verða lögð niður.

Það er þó ljóst að enginn mun sakna þeirra. Enda er hérna á ferðinni ljótasta mynd þeirra sérhagsmuna sem þrífast á Íslandi núna í dag og tilrauna þess efnis til þess að viðhalda þeim óbreyttum.