Tugum milljóna eytt í áróður gegn Evrópusambandinu á Íslandi

Það er nokkuð merkilegt að um leið og stuðningsmenn Evrópusambandsins fá umfjöllun. Hvort sem hún er studd fjármagni eða ekki. Þá stökkva andstæðingar Evrópusambandsins upp til hópa og hrópa yfir sig að þetta hljóti nú Evrópusambandið örugglega vera að styrkja. Þetta er nefnilega merkilegt fyrir þá staðreynd að andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eyða milljónum króna á mánuði í að auglýsa andstöðu sína gegn Evrópusambandinu, og þeim rekstri sem er tengdur þessari andstöðu þeirra við Evrópusambandsaðild Íslands. Stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar á Íslandi eyða alveg pottþétt pening í málstað sinn eins og hin hliðin, en eins og þetta lítur út fyrir mér. Þá eru stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar að eyða mun minna fjármagni þessa dagana til þess að auka stuðning Íslands að Evrópusambandinu.

Það má einnig ekki gleyma þeirri staðreynd að andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi hafa nokkra fjölmiðla á sínum snærum sem gera ekki annað en að dæla út lygum og blekkingum um Evrópusambandið.Þessir fjölmiðlar eru Morgunblaðið, Bændablaðið og síðan Útvarp Saga (rasista útvarp Íslendinga). Afstaða Stövar 2 er mér ekki nægjanlega kunn svo að ég geti dæmt um hana á þessum tíma.

Helstu stuðningsaðildar andstæðinga Evrópusambandsins eru LÍÚ, Bændasamtök Íslands, Vinstri Grænir, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og aðrir sérhagsmunaðildar á Íslandi sem vilja halda því áfram að græða á tollamúrum og einokun á hinum íslenska markaði. Þetta er það sem íslenskur almenningur vill augljóslega bjóða sér, og borga fyrir að auki með stöðugt hækkandi verði á mat og öðrum nauðsynjum.