Þegar manni er hafnað fyrir vera öðrvísi

Ég er með asperger heilkenni [Asperger syndrome, Wiki] eins og hefur áður komið fram hérna. Þessi grein hérna er áframhald á grein minni um reynslu mína af tilhugalínu, eða skort þar um væri nær að segja. Asperger veldur því að ég hef ekki áhuga á því sem fólkið í kringum mig hefur áhuga á. Þá á ég ekki við starfssvið eða nám sem fólk er endilega í. Þá á ég við þá menningu að verða drukkin um helgar, þetta er í raun menning þar sem gengur útá það að fólk nær í hvort annað og áfengi er notað til þess að losa um samskiptin á milli fólks. Margir sem eru með asperger drekka, og reykja líka. Aftur á móti hefur hvorugt heillað mig. Enda lít ég svo á að bæði skemmi mig líkamlega og jafnvel andlega, og það er eitthvað sem ég hef ekki áhuga á og mun aldrei hafa.

þetta væri svo sem ekki stórt vandamál hjá mér, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að ég er með asperger heilkenni. Það veldur því að á börum, eða skemmtunum almennt þá get ég orðið talsvert fjarlægur þegar líður á kvöldið. Enda vill það verða þannig á skemmtunum að eftir því sem fólk verður meira drukkið. Því erfiðara verður fyrir mig að skilja það, og sjá hvert það er að fara. Hvað tilfinningar sem losnar um þegar fólk drekkur. Þá er það eitthvað sem ég ræð við, og hef alveg ágæta þjálfun í að eiga við. Enda er það svo að þó svo að ég sé með aspergers heilkenni. Þá gerir það mig ekki tilfinningalausan, þó svo að útá við geti það sýnst vera þannig. Aftur á móti segir máltakið að útlit getur verið blekkjandi. Oft á tíðum finnst mér eins það sé verið að hafna mér útaf því að ég er öðrvísi en restin af því fólki sem maður er í kringum. Hvort sem um er að ræða skemmtanir (djamm) eða ekki. Það er einnig afskaplega slæm tilfinning að vera með. Það er einnig staðreynd að félagsleg einangrun gerir manni ekkert gott, eins og ég talaði um í fyrri grein minni.

Eins og kom fram í greininni hjá mér í gær. Þá hef ég fengið 100% neitun í tilraunum mínum til þess að ná mér í kærustu. Mér finnst slíkt vera auðvitað afskaplega pirrandi, sérstaklega þar sem þetta er langvarandi. Þar sem tilfinningin með að vera alltaf hafnað er ekkert góð, og hefur aldrei verið það, og mun aldrei verða það. Andlega séð þá hefur það að vera alltaf hafnað ekkert farið vel með mig. Enda er það svo að ég lít orðið á í dag að mér sé sjálfkrafa hafnað þangað til annað sannast. Þetta er ekki gott viðhorf til þess að hafa hjá mér að mínu mati, og er ég að reyna losa mig það. Það gengur hinsvegar illa á meðan ég þekki ekkert annað en höfnun. Þessi höfnun hefur oft á tíðum skilið mig eftir sáran andlega. Þó hef ég alltaf haldið kurteyslegu sambandi við viðkomandi stelpur eftir að mér hefur verið hafnað, enda er það mín skoðun að það sé alger óþarfi að vera dóni og leiðindi eftir að mér hefur verið hafnað af þeim. Hinsvegar hin síðari ár þá hef ég því vináttu sambandi sem ég hef við viðkomandi einfaldlega bara að deyja út í rólegheitum ef ekkert gerist. Í öllum tilfellum gerist ekkert meira og lífið heldur áfram sinn vanagang eins og alltaf.

Staðreyndin er sú að aspergers er ekki andlegur sjúkdómur. Þó má vel vera að einhverjir einstaklingar séu með andlega sjúkdóma í tengslum við aspergers (virðist stundum vera tilfellið, en það er ekki alltaf raunin hjá fólki með aspergers heilkenni). Þó svo að það tengist ekki asperger endilega. Það sem aspergers er að það kemur í veg fyrir skilning á umhverfinu. Síðan kemur asperger niður á skilningi einstaklinga eins og ég skrifaði um í gær. Það eru þó öllu alvarlegri afleiðinganar af stöðugri höfnun. Slíkt grefur undan sjálftrausti hjá manni, og veldur því eins og ég nefni hérna að ofan þá lít ég á að mér sé sjálfkrafa hafnað þangað til annað sannast. Jafnvel þó svo að það sé kannski ekki endilega raunin, og ég hafi ekki í sjálfu sér hugmynd um það vegna þess að ég skil líkamstjáninu ekki almennilega eða alls ekki.

Ég hef ákveðið að gefast ekki upp, eins og kom fram hjá mér í fyrri færslu um þetta málefni. Það er þó alveg ljóst að ég ræð hvorki örlögum, tilviljunum eða nokkrum öðrum sköpuðum hluti í þessum alheimi sem ég lifi í. Ég vona þó að þetta komi hjá mér einn daginn. Hvernig og hvar veit ég ekkert um. Það að vera með aspergers á ekki að dæma mann til eilífrar félagslegrar einangrunar og útilokunar í samfélaginu.

Þessu tengdu. Þá hef ég einnig tekið eftir því að karlmenn sem eru með aspergers virðast frekar eiga í vandræðum með að finna sér félaga heldur en konur sem eru með aspergers. Ég veit ekki af hverju þetta er. Þetta er hinsvegar eitthvað sem ég hef verið að taka eftir undanfarið eftir því sem ég kemst í kynni við fleira fólk með aspergers. Aftur á móti þá er ekkert víst að þetta sé rétt hjá mér. Þar sem hópurinn af fólki sem ég hef verið að tala við og er með aspergers er mjög lítill núna í dag. Eftir því sem ég kynnist fleiri einstaklingum með aspergers. Þá fæ ég vonandi skýari mynd á þetta atriði.

One Reply to “Þegar manni er hafnað fyrir vera öðrvísi”

  1. Someone who can be interesting for you.
    http://www.dr-peter-schmidt.de/index.htm
    He writes a book (german) .
    „Peter is a geoscientist (Diploma in geophysics), IT professional, with a focus on SAP software, and author. He loves roads, deserts and volcanoes. In September, appears in the Patmos publishing his first book. It answers the frequently asked question, as he experienced as autistic love.“
    I think it’s a book for „non-aspergers“ 🙂 for more understanding.

Lokað er fyrir athugasemdir.