Jarðskjálftanir við Súmötru núna í morgun

Núna í morgun hefur hrina stórra jarðskjálfta átt sér stað fyrir utan ströng Súmötru. Stærsti jarðskjálftinn hingað til er jarðskjálfti sem átti sér stað klukkan 08:36 UTC. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw8.6. Síðan kom eftirskjálfti upp á Mb6.3 klukkan 09:27 UTC í morgun. Núna klukkan 10:43 UTC kom síðan jarðskjálfti upp á Mw8.1 að minnsta kosti. Stóru jarðskjálftanir geta valdið talsverði hættu á flóðbylgju á þessu svæði. Það hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun á þessu svæði núna í morgun.