Ofsóknir á hendur bloggara vegna skoðana sinna

Á Íslandi eru gagnrýnar skoðanir ekki vel liðnar. Sérstaklega ekki þegar hópar fólks hefur rangt fyrir sér og tapar öll staðreyndum málsins þegar raunveruleikinn kemur í heimsókn. Eins og varð raunin með Icesave málið núna og það dómsmál sem er núna í gangi þess.

Bloggarinn Magnús Helgi Björgvinsson hefur núna ákveðið að hætta blogga vegna ofsókna á hendur honum og þeirri vinnu sem hann stundar. Maður að nafni Jóhannes Laxdal Baldvinsson hefur kvarað til vinnuveitenda Magnúsar vegna bloggskrifa hans. Undir þetta hafa síðan tekið menn eins og Jón Steinar Ragnarsson í athugsemd á bloggi Magnúsar (athugasemd nr 2).

Íslendingar hafa mikið hneyklast á svona hegðun undanfarin ár, og jafnvel talað um að þetta sé það sem sé svo slæmt á Íslandi. Engu að síður sína íslendingar því engan áhuga á breyta þessu með því að fordæma svona hegðun og kalla þetta réttum nöfnum. Rétta nafnið á þessu er auðvitað að þetta er skoðanakúgun og ekkert annað. Þetta er skoðanakúgun þar sem ráðist er á starf manns og lífsviðurværi vegna skoðana hans. Slíkt er algerlega ólýðandi í þjóðfélagi sem þykist vera lýðræðisríki. Það er alveg ljóst á meðan svona er ótalið á Íslandi. Þá mun ekkert breytast, og engin mun þora að segja neitt ef að hættan er á að viðkomandi tapi starfinu sínu og lífsviðurværinu fyrir skoðanir sínar.

Síðan eru íslendingar hissa á því afhverju allt fór til fjandans á Íslandi. Þeir geta hætt því að vera hissa núna. Þetta er ein af mörgum ástæðum afhverju allt fór til fjandans á Íslandi, og mun vera þar á meðan þetta er svona.