Styttist í flutning á ný til Danmerkur

Þessa dagana er ég að leggja lokahönd á það að flytja á ný til Danmerkur. Ástæða þess að ég kom aftur til Íslands var að laga til í fjármálunum hjá mér. Það tókst alveg. Enda er ég núna í dag orðin skuldlaus við bankann. Það eina sem ég skuldaði á sínum tíma var yfirdráttarlán, og var það orðin talsverð upphæð þegar ég flutti aftur til Íslands í Júní 2011. Þar sem ég er orðin skuldlaus á Íslandi. Þá er ekkert sem heldur í mig lengur á Íslandi. Ég tel víst að eldfjöll muni ekki draga mig til Íslands. Þó svo að ég hafi mikin áhuga á þeim. Ég ætti að getað rekið jarðskjálftamæla netið mitt án vandræða frá Danmörku, enda er það svo að ég kemst hvort sem er ekkert alltaf til þess að laga það sem bilað er hvort sem er. Þannig að ég reikna ekki með að rekstur og viðhald á jarðskjálftamælanetinu verði eitthvað vandamál hjá mér til lengri tíma litið. Verðlag á Íslandi hefur hækkað mikið þessa 11 mánuði sem ég hef verið hérna. Á sama tíma hefur það staðið í stað, eða lækkað í Danmörku svona að mestu leiti sýnist mér.

Það eina sem ég reikna með að verði vandamál eru peningar, eins og í fyrra. Þó með öðrum forsendum en áður. Þar sem ég er ekki að borga neinar skuldir niður í bankanum núna. Það er vandamálið er íslenska krónan og afskaplega slæmt gengi hennar núna um þessar mundir. Það verður hinsvegar bara tekið á því þegar fram líða stundir. Síðan vonast ég til þess að auka tekjur mínar í dönskum krónum þegar fram líða stundir með útgáfu rafrænna bóka, og jafnvel prent-bóka þegar fram líða stundir.

Staðan á Íslandi þessa 11 mánuði sem ég hef búið hérna hefur ekkert breyst, hvorki batnað eða versnað sem neinu nemur núna frá því í fyrra eftir því sem ég kemst næst. Svona undir það síðasta er ég þó farinn að hallast að því ástandið sé farið að byrja versna. Þá sérstaklega vegna aukinnar verðbólgu, áróðurs stjórnarandstöðunar (sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum) og fleiri þannig hlutum.

Flutningsdagur hjá mér er um miðja næstu viku. Ég mun setja sjálfvirkan blogg póst um það þegar þar að kemur.

One Reply to “Styttist í flutning á ný til Danmerkur”

Lokað er fyrir athugasemdir.