Fluttur á ný til Danmerkur

Þegar þessi bloggfærsla er birt. Þá sit ég upp í flugvél Icelandair og er á leiðinni til Danmerkur, . Þangað er ég nefnilega að flytja aftur eftir 11 mánaða búsetu á Íslandi. Þessi auka búseta mín á Íslandi kom til útaf stórkostlegum fjárhagsvandræðum sem ég lenti í núna í Mars og Apríl 2011. Það tók mig reyndar minna en 11 mánuði að laga þessi vandræðin með fjármálin hjá mér. Lausin hjá mér var reyndar bara sú að borga niður skuldinar eins hratt og ég komst upp með það, og það tókst hjá mér. Engu að síður þá reikna ég fastlega með fjárhagsvandræðum á næstunni. Þar sem það er langt því frá auðvelt að lifa af örorkubótum. Hvort sem maður er búsettur í Danmörku eða á Íslandi. Enda er það stefna hjá mér að losna af örorkubótum sem fyrst, og losna þar með úr viðjum fátæktar sem öryrkjar á Íslandi sitja fastir í núna í dag, og geta lítið breytt stöðu sinni almennt séð. Ég gafst upp á því, og ákvað að breyta minni stöðu varanlega. Það verður örugglega ekki létt verk, en alveg örugglega þess virði fyrir mig að losna í fjötrum fátæktar og þeirrar eymdar sem fylgir því að vera fátækur.

Þessa 11 mánuði sem ég hef verð á Íslandi hefur ekkert breyst. Allt er við það sama, og lítið hefur breyst. Einhver vandamál hafa verið leyst á Íslandi. Þó svo að fólk sé jafnvel í afneitun varðandi þær lausnir. Það sem hefur versnað á Íslandi er sú staðreynd að íslendingar eru neikvæðir í garð Evrópusambandsins núna í dag. Síðan eru íslendingar orðnir jákvæðir í garð sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins. Sjálfra stjórnmálaflokkana sem eru valdir af stærstu efnahagsbúsifjum á Íslandi síðan landið var sjálfstætt árið 1944.

Síðan toppar vitleysan allt saman með þeirri staðreynd núna á að fara gefa út nýjan 10.000 kr seðil á Íslandi. Vegna þess að verðbólgan heldur stöðugt að vaxa og kaupmáttur fer stöðugt minnkandi. Þannig að það er alltaf þörf á stöðugt stærri peningastærðum í íslenska hagkerfinu. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, og hefur aldrei nokkurntíman verið góðs viti í sögu íslensks hagkerfis.

Ég veit ekki hvort að ég mun flytja aftur til Íslands. Hinsvegar þykir mér það mjög ólíklegt eins og staðan er í dag. Enda hef ég lítið að sækja til Íslands eins og málin standa í dag. Þá bæði félagslega og peningalega séð. Ég get fylgst með eldgosum og jarðskjálftum á Íslandi frá Danmörku án vandræða eins og tæknin er í dag.