Verðbólga í boði andstöðunar við Evrópusambands-aðild Íslands

Það nýjasta á Íslandi er núna að 54% íslendinga er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, en aðeins 27,5% íslendinga vilja ganga í Evrópusambandið. Þessi andstaða er að mestu leiti tilkomin vegna stöðugs lygaáróðurs í öllum íslenskum fjölmiðlum um stöðu mála í Evrópusambandinu sem heild, og aðildarríkjum þess. Á sama tíma gleyma íslendingar því að þeir þurftu sjálfir að leita til Alþjóðlega Gjaldeyrissjóðsins (IMF) árið 2008 þegar allt saman hrundi á Íslandi

Mikil verðbólga á Íslandi er mjög gömul saga, sem nær alveg til stofnunar íslensku krónunar árið 1918. Enda er það svo að fljótlega eftir stofnun íslensku krónunar fór að bera á gjaldeyrishöftum, innflutningshöftum og fleira í þeim dúr. Svo slæmt var ástandið á tímabili að fólk gat ekki einu sinni steypt gangstétt hjá sér án þess að fá leyfi frá yfirvöldum. Svo djúp var kreppan á tímabili um miðja síðustu 20 öld. Síðan má ekki gleyma gjaldeyrishöftum og innflutningshöftum sem fylgdu í kjölfarið á slíku tímabili. Ásamt kerfisbundnum gengisfellum á Íslandi með reglulegu millibili.

Andstaða fólks við Evrópusambandsaðild byggir eingöngu á þeim lyga áróðri sem hefur komið frá sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum og Vinstri Grænum, ásamt öðrum smáum stjórnmálaflokkum á Íslandi sem hafa verið stofnaðir undanfarið. Síðan má ekki gleyma þeim áróðri sem er rekin af LÍÚ gegn Evrópusambandinu með Morgunblaðinu. Ásamt því að fréttir frá Evrópu eru mjög lélegar og neikvæðar á Íslandi. Almennt séð er Evrópa alltaf sýnd í neikvæðu ljósi á Íslandi í fréttum. Hugmyndir fólks um Evrópusambandið á Íslandi eru því rangar, og byggja ekki á neinni raunverulegri stöðu mála. Almennt séð þá kallast svona hegðun cherry picking upp á enskuna. Það er að velja aðeins það neikvæða til þess að styðja þau rök sem viðkomandi hefur sett fram. Í þessu tilfelli þá eru andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi að velja eingöngu það neikvæða, og það sem hentar þeirra málstað. Andstæðingar Evrópusambandsins fást ekki einu sinni til þess að játa eitthvað jákvætt við Evrópusambandið.

Það er vissulega kreppa í Evrópu, en það er líka kreppa á Íslandi og í Bandaríkjunum. Engu að síður fá íslendingar ekki nærri því það magn af neikvæðum fréttum af afleiðingum kreppunar í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Íslendingar geta þó haldið áfram að ræða verðbólguna og verið á móti Evrópusambandinu. Enda hafa íslendingar verið að ræða verðbólgu og gengisfall síðustu 60 ár eða svo, og eru komnir í mikla þjálfun í því umræðuefni.

Fréttir af óskynsamlegri andstöðu íslendinga við Evrópusambandsaðild

Meirihluti landsmanna á móti ESB aðild (vb.is)
Tæp 54% mótfallin inngöngu í ESB (Vísir.is)
Mikill meirihluti vill ekki í ESB (mbl.is)
54 prósent andvíg ESB-aðild (Rúv.is)

Bloggfærsla uppfærð klukkan 00:53 CEST þann 28. Apríl 2012.