Gömul og ný íslensk króna

Það virðist vanta talsvert mikið upp á söguþekkinguna hjá Lilju Mósesdóttur. Staðreyndin er sú að íslendingar eru búnir að reyna þessa aðferð. Enda var tekin upp ný króna á Íslandi þegar tvö núll voru tekin af íslensku krónunni árið 1982. Niðurstaðan af þeirri tilraun er sú að íslenska krónan hefur fallið stöðugt frá þeim tíma. Ástæðan eru kerfisbundnar gengisfellingar íslenskra stjórnvalda á þessum tíma, og síðan hrun íslensku krónunar árið 2008.

Það er alveg ljóst að taka upp nýja íslenska krónu mun ekki leysa nein vandamál. Enda er búið að reyna þá leið, og sú leið mistókst gjörsamlega árið 2008. Lilju Mósesdóttur er auðvitað frjálst að endurtaka tilraunina með íslensku krónuna aftur komist hún í ríkisstjórn. Aftur á móti er ljóst að sú tilraun mun mistakast aftur, á svipuðum tímaramma og sú fyrr. Sá tímarammi er rúmlega 30 ár.

Fréttir af þessum bjánaskap.

Vill kasta krónunni og búa til Nýkrónu (Vísir.is)
Samstaða leggur fram Nýkrónur (DV.is)