Fall íslensku þjóðarinnar

Ég hef áður nefnt þetta. Það er ekkert lögmál að ríki og þjóðir séu til endalaust. Bara á 18, 19 og 20 öldinni hafa fjölmörg ríki komið og horfið í Evrópu einni saman. Það að Lýðveldið Ísland sé til í dag er ekkert lögmál í heiminum. Sjálfstæði íslendinga er ekkert lögmál. Enda er það svo að það er á ábyrgð íslensku þjóðarinnar, og stjórnmálamanna hennar að viðhalda sjálfstæði og fullveldi íslensku þjóðarinnar.

Hrun lýðveldis byrjar yfirleitt með einhverjum atburði. Efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 er góður atburður til þess að leggja grundvöll að slíku hruni ríkis. Sérstaklega ef ekki tekst að taka til og koma á stöðugleika á hinu pólitíska sviði. Slíkan stöðugleika er ekki að finna á Íslandi núna í dag. Almenningur treystir ekki íslenskum stjórnmálamönnum í dag. Alveg óháð því hvaða stjórnmálaflokka er um að ræða.

Það sem er þó verra er sú staðreynd að gömlu valdaflokkanir á Íslandi eru að grafa undan stoðum lýðræðis, og sjálfu íslenska ríkinu með hegðun sinni og andstöðu við breytingar á íslenska lýðveldinu. Breytingar sem íslenska þjóðin hefur sjálf kallað eftir efnahagshrunið á Íslandi árið 2008. Þá er ég að tala um breytingar á stjórnarskrá sem stjórnlagaþingið samþykkti núna fyrr á þessu ári eftir umræðu.

Baráttan gegn jafnræði og réttlátri gjaldtölu á þeim takmörkuðu auðlyndum sem felast í fiskistofnum sem eru í kringum Ísland er núna í fullum gangi. Af sérhagsmunaaðilum sem hafa í reynd verið að arðræna almenning á Íslandi, og þeir neita að gefa til þjóðarinnar það sem þeim ber. Fyrir þá notkun sem þeir stunda á fiskveiðiauðlynd íslendinga. Sem er í raun mjög takmörkuð, og háð því að náttúran sé góð við íslendinga. Sem er svo sannarlega ekkert alltaf raunin í kringum Ísland. Þetta er minna vandamál þegar það kemur að jarðvarmavirkjunum. Enda ennþá flestar þær virkjanir í eigu opinberra aðila á Íslandi.

Það sem er þó augljóst að er grafa undan lýðræði og fullveldi íslendinga eru þau ónýtu stjórnmál sem eru stunduð á Íslandi. Enda er raunverulega hætta á því að ef sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn komist aftur til valda. Þá er hættan sú að Lýðveldið Ísland muni tilheyra sögubækunum fljótlega eftir það. Enda er ljóst að þessir tveir stjórnmálaflokkar eru ekki, og í raun hafa aldrei verið hæfir til þess að stjórna á Íslandi. Sérstaklega í ljósi þeirra stjórnmála sem þessir tveir stjórnmálaflokkar hafa stundað í gegnum tíðina.

Verði þetta raunin, eins og ég í raun býst við. Þá mun alþjóðasamfélagið færa íslendinga aftur undir Danmörku með tilskipun frá Sameinuðu Þjóðunum. Íslendingar munu ekkert hafa með málið að segja þegar þar að kemur. Enda verða íslendingar endanlega búnir að klúðra sínum eigin málum. Það mun í raun fara fyrir íslendingum eins og Nýfundnalandi.