Hafta og bannflokkurinn Vinstri Grænir

Ég ætlaði mér upphaflega bara að skrifa bloggfærslu um útlendingahatur og einangrunarhyggju Ögmundar og Jóns Bjarnarsonar. Síðan rakst ég á frétt þess efnis að Vinstri Grænir vilja banna Boot Camp líkamsrækt. Vegna þess að þeim finnst hún of „hernaðarleg“, sem er afskaplega undarleg túlkun á líkamsrækt.

Það er skelfileg sú tilhneying hjá Vinstri Grænum að vera á móti erlendum fjárfestingum, og síðan að vera á móti því sem mannlegt er. Það er þó alveg ljóst að það er eitthvað að stjórnmálaflokki sem vill loka á samskipti við útlönd, og banna líkamsrækt. Ásamt því að vera búinn að banna margt fleira á Íslandi á undanförnum árum.

Það er komið nóg að mínu mati.

Frétt af banngleði Vinstri Grænna.

Vinstri grænir leggjast gegn heræfingum í Elliðaárdal (Vísir.is)
Eigandi Boot Camp býður Sóleyju í prufutíma (Vísir.is)

Jón fullyrðir að þjóðin sé á móti hugmyndum Nubo (Vísir.is)