Áróður LÍÚ

Áróður LÍÚ í fjölmiðlum er ógeðfelldur, og það er ekkert nema staðreyndaleysur í honum. Það er staðreynd. Núverandi kvótakerfi hefur lagt mörg byggðarfélög á Íslandi í rúst, og á sama tíma tryggt handhöfundum þeirra gífurlegan auð og völd á Íslandi. Það er ekki verið að tala um miklar breytingar á kvótakerfinu frá því sem nú er. Það er helst verið að tala um aukna skattheimtu. Eitthvað sem útgerðin hefur gott af. Enda er það svo að þær ný-frjálshyggju hugmyndir sem LÍÚ lifir eftir. Enda er LÍÚ að mestu leiti byggt upp af fólki sem er annaðhvort í sjálfstæðisflokknum eða í framsóknarflokknum. LÍÚ er núna farið að nota skeljar, og aflandsfélög til þess að breiða út þennan áróður á Íslandi í fjölmiðlum. Enda hefur LÍÚ ekki komið með nein dæmi um það opinberlega hvað er rangt, og hvernig þessi lagabreyting skaðar þá. Eitthvað sem ætti að vera viðröunarmerki um þann málflutning sem LÍÚ stundar.

Það hefur lítið gott komið út úr núverandi kvótakerfi á Íslandi. Jafnvel fiskistofnanir í kringum Ísland bera þess merki. Jafnvel þó svo að kvótakerfið á Íslandi hafi upprunalega verið sett til þess að vernda fiskistofna í kringum Íslands. Þá hefur það mistekist gjörsamlega.