Endurtekin vitleysa í Morgunblaðinu um evruna

Það er staðreynd að fjárfestar eru ekkert að flýja evruna. Slíkar fullyrðingar eiga sér ekki neina stoð í raunveruleikanum, og hafa í raun aldrei átt það. Hvað gjaldmiðla varðar. Þá er evran mjög stöðugur gjaldmiðill. Enda eru sveiflar litlar yfir árið. Undanfarið hefur gengi evrunar lækkað gagnvart bandaríkjadollar, og öðrum gjaldmiðlum í heiminum. Þetta hefur eingöngu þær afleiðingar að útflutningur frá evrusvæðinu styrkist, og verðmæti þessa útflutnings eykst. Evrópusambandið er stærsti efnahagur í heiminum, stærri en efnahagur Bandaríkjanna sem Morgunblaðsmenn eru svo hrifnir af.

Hvað lækkun evrunar í dag varðar. Þá var lækkun evrunar aðeins -0.0105% samkvæmt vefsíðu ECB (gagnvart USD). Á einu ári hefur evran lækkað um -9,9% gagnvart USD samkvæmt vefsíðu ECB. Sem dæmi þá hrundi íslenska krónan yfir 90% árið 2008 í upphafi efnahagshrunsins. Fullyrðingar fréttar Morgunblaðsins um að fjárfestar séu að flýja evruna eru því gjörsamlega úr lausu lofti gripnar. Það styðja ennfremur engar staðreyndir þessar fréttir Morgunblaðsins sem eru svona.

This entry was posted in ESB, ESB andstaða, ESB Umræðan, EU, Euro, Eurozone, Morgunblaðið, Skoðun. Bookmark the permalink.