Merki um yfirvofandi einræði

Það er svo merkilegt með stjórnamálaflokkana Sjálfstæðisflokkin og Framsóknarflokkin að þeir eru á móti breytingum sem styrkja og gera lýðræði á Íslandi skilvirkara og styrkara. Sérstaklega í ljósi þess að það var veikt lýðræði sem spilaði sitt hlutverk í árunum sem voru á undan efnahagshrun árinu 2008. Andstaða þessara stjórnamálaflokka gegn betra og sterkara lýðræði á Íslandi segir það að þeir vilja veikt lýðræði á Íslandi. Vegna þess að slíkt gefur fólki að bak við þessum stjórnmálaflokkum tækifæri til þess að hagnast með óeðlilegum hætti. Eins og toppanir í þessum stjórnmálaflokkum hafa í raun gert alla lýðræðissöguna í skjóli lýðræðis sem stendur höllum fæti á Íslandi.

Þetta er það sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa verið að gera síðan árið 2008. Komið í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á lýðræðinu, sem hugsanlega geta komið í veg fyrir annað efnahagshrun á Íslandi í líkingu við það sem varð árið 2008. Græðgin hefur hinsvegar ekkert siðgæði. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa snefil af siðgæði í dag, og haga sér samkvæmt því.

Hegðun Ólafs Ragnars Grímssonar, Forseta Íslands er síðan efni í aðra bloggfærslu. Þar er líka skortur á siðgæði, og þar er einnig að finna merki um einræðistakta sem er mjög slæmt mál.