Þau hafa öll rangt fyrir sér um Evrópusambandið

Það er alveg ljóst að Forseti Íslands hefur ekkert með hugsanlega Evrópusambands aðild Íslands að gera. Ef hann færi að þvælast fyrir í því máli. Þá væri Forseti Íslands jafnframt að brjóta á stjórnskipun Íslenska ríkisins, eitthvað sem varðar embættismissi samkvæmt núverandi stjórnarskrá. Það er þó ljóst að frambjóðendur til Forseta Íslands hafa fullan rétt á því að hafa sína skoðun varðandi hugsanlega Evrópusambands aðildar Íslands. Jafnvel þó svo að hún sé kolröng og byggir ekki á neinum staðreyndum.

Ég tek eftir því að Þóra Arnósdóttir (sem ég ætla að kjósa) hélt þessu fram um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu.

[…]

Þóra Arnórsdóttir sagði að það væri ljóst að það að ganga inn í ESB á þessum tímapunkti væri eins og að leigja herbergi í brennandi húsi. „Ég held að það sé ekki nokkur maður að fara ganga inn í sambandið eins og staðan er núna,“ bætti hún við.

[…]

Öll andvíg eða full efasemda gagnvart ESB, Vísir.is, 3. Júní 2012.

Þetta er kolrangt. Enda er það svo að Króatía mun ganga í Evrópusambandið þann 1. Júlí 2013 og verður þar með 28 aðildarríki Evrópusambandsins. Þannig að halda því fram að ganga í Evrópusambandið sé eins og að leigja sér herbergi í brennandi húsi er ekki eingöngu tóm vitleysa. Heldur stenst þessi skoðun einfaldlega ekki nánari skoðun. Þó svo að sé bæði efnahagskreppa í Evrópusambandinu og á Íslandi. Þá er það nákvæmlega engin afsökun fyrir því að ganga ekki í Evrópusambandið. Það að halda slíku fram er og mun alltaf verða innihaldslaus þvæla.

Ég er einnig mjög vonsvikin að Þóra, eins og aðrir frambjóðendunir (nema Ólafur Ragnar sem hefur verið á móti alþjóðlegum samskiptum Íslands frá því fyrir 1969 þegar Ísland gekk í EFTA) skuli eltast við þann populisma sem núna er stundaður á Íslandi. Það er að vera á móti Evrópusambandinu í skammsýni og fáránlegri þröng og sérhagsmunasemi eins og hún kemur fram á Íslandi þessa daga. Það má í raun segja að efnahagskreppan á Íslandi fór eins og illa og hægt var þjóðfélagslega séð, og er ekki endanlega séð úti um það ennþá þessar vikunar.

Það er mín skoðun að öll andstaða við Evrópusambands aðild Íslands er ekkert nema skammsýni sem mun skaða íslenskt þjóðfélag efnahagslega til lengri tíma. Þetta verður einstaklega augljóst, sé tekið mið af sögunni undanfarna áratugi. Það er þó ljóst að íslendingar munu ganga í Evrópusambandið eftir næsta kjörtímabil (þegar sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn verða búnir að leggja restina af efnahag Íslands í rúst með heimskulegum ákvörðunum).

Ég mun, eftir því sem tíminn leyfir mér. Afhjúpa þvælu og vitleysu forsetaframbjóðendanna á Íslandi. Enda má ljóst vera að íslenskir fjölmiðlar standa ekki slíkri vinnu. Þó mikil þörf væri á að gera slíkt.

Aðild Króatíu að Evrópusambandinu, upplýsingar.

Accession of Croatia to the European Union (Wiki)
Croatia – Country profile (EU)