Lygin um pakkan

Evrópuandstæðingar halda því alltaf fram að aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu snúst um að „kýkja í pakkan“, eins og þeir orða það haglega í sínum málflutningi. Þetta er lygi. Það hefur alltaf verið vitað hvað aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu þýða og hvað þarf að gera í þeim. Þær upplýsingar hafa legið fyrir öllum íslendingum sem nenna að lesa þær síðustu 54 árin.

Þessi málflutningur Evrópuandstæðinga er í fullkomnum stíl við annan málflutning sem frá Evrópuandstæðingum kemur. Enda eru innan Evrópuandstæðinga menn sem hika ekki við að ljúga, blekkja og svíkja ef það þjónar hagsmunum þeirra til styttri og lengri tíma. Eins og sagan hefur sýnt síðustu ár og áratugi. Það er einnig staðreynd að margir af Evrópuandstæðingum hafa verið á móti öllum alþjóðsamningum Íslands síðustu 50 árin. Hvort sem um var að ræða EFTA, EES og núna ESB.

Það er þó ljóst að hjá mörgum Evrópuandstæðingum lifir Bandaríkjadraumurinn góðu lífi. Enda styðja margir Evrópuandstæðingar það í dag að íslendingar snúi sér stöðug meira að Bandaríkjinum. Bæði í viðskiptum og menningu. Jafnvel þó svo að það hafi ekki reynst íslenskri þjóð neitt vel undanfarna áratugi að taka upp þá menningu og stefnur sem koma frá Bandaríkjunum.