Heimskulegur mótrök gegn Evrópusambandinu

Hjörtur J. Guðmundsson er blaðamaður á Morgunblaðinu og mjög virkur andstæðingur Evrópusambandsins. Hans helsta hlutverk á Morgunblaðinu er meðal annars að skrifa lygafréttir um Evrópusambandið, starfsemi þess og hlutverk. Í nýjasta bloggi sínu þá heldur hann því fram að 170 ríki í heiminum séu einangruð vegna þess að þau eru ekki í Evrópusambandinu. Staðreyndin er hinsvegar sú að Evrópusambandið er eingöngu fyrir ríki í Evrópu. Það eru mjög fá ríki innan Evrópu sem eru ekki í Evrópusambandinu núna í dag. Helst ber þar að nefna Sviss og Noreg. Síðan eru smáríkin í Evrópu ekki með aðild að Evrópusambandinu af ýmsum ástæðum. Þess í stað fá þau að taka þátt í hlutum af Evrópusambandinu (evruna, tollabandalag etc) eftir þörfum.

Það eru 50 ríki í Evrópu. Þar af eru 27 (28 frá 1. Júlí 2013 þegar Króatía gengur í Evrópusambandið) ríki Evrópu aðildar að Evrópusambandinu. Síðan eru 4 ríki í Evrópu hluti af EFTA.

Restin af heiminum. Þessi rúmlega 170 ríki hefur hinsvegar ákveðið að vinna saman á svipuðum grundvelli og gert er í Evrópusambandinu. Hver með sínu sniði og lagi eins og það er, og það eru fleiri í vinnslu nú þegar. Þó má reikna með að slík vinna muni taka einn til tvo áratugi áður en slík ríkjasamvinna kemst almennilega á skrið. Enda er slíkt ferli almennt mjög hægfara þegar tekið er tillit til hagsmuna allra aðila.

Þessi rúmlega 170 ríki sem eru í heiminum hafa því flest ákveðið að vera ekki einangruð, og kjósa frekar að vinna saman af efnahagsmálum og lausnum á vandamálum sem hrjá þau. Sú stefna sem andstæðingar Evrópusambandins boða er óbreytt staða, og helst meiri einangrun Íslands. Einangra Ísland tollalega séð, og þar að leiðandi efnahagslega séð. Enda hefur það verið baráttan hjá mörgum Evrópuandstæðingum síðan frá því fyrir árið 1970. Þegar Ísland varð aðili að EFTA.

Menn eins og Hjörtur J. Guðmundsson eru ómarktækir í þessari umræðu. Enda boða þeir frekari einangrun Íslands með tímanum. Slíkt þjónar hagsmunum fárra aðila á Íslandi, eins og hefur verið raunin síðustu áratugi.