Kviknað í Evrópuandstæðingum

Í dag rann það upp fyrir mér að það er kviknað í Evrópuandstæðingum á Íslandi. Þessi sjálfíkveikja stafar af þekkingarleysi, þjóðrembu og almennri heimsku Evrópuandstæðinga. Enda er það svo að hinn almenni Evrópuandstæðingur á Íslandi lætur fóðra sig af röngum upplýsingum um Evrópusambandið eins og belja á bás að hætti Guðna Ágústssonar.

Það er mikið sport hjá Evrópuandstæðingum að tala um efnahagsvandamál á Evrusvæðinu þessa dagana. Þetta gera þeir, án þess svo sem mikið að nefna íslensku efnahagskreppuna sem er ennþá í gangi á Íslandi, og sér ekki fyrir endan á. Íslenska verðbólgukreppan er ekki hafin ennþá, þó má búast við því að það vandamál hefjist fyrir alvöru ef stjórnarskipti verða á Íslandi eftir næstu alþingiskosningar.

Evrópuandstæðingar gera einnig mikið úr því að í Noregi er núna 75% andstaða við Evrópusambandsaðild Noregs. Evrópuandstæðingar átta sig ekki á því að um þessar mundir er gullöld í Noregi vegna olíuauðs sem hefur fært norsku þjóðinni milljarða ofan á milljarða í tekjur á undanförnum áratugum. Þegar gullöldin endar, hvort sem er á hefðbundin hátt eða með hvelli þá er ljóst að Norðmenn munu skipta um skoðun á aðild að Evrópusambandinu. Þetta hefur allt sinn náttúrulega feril, enda má ljóst vera að norðmenn ganga í Evrópusambandið þegar þeir eru tilbúnir til þess. Það gerist ekki fyrr.

Af þessu er ljóst að málflutningur Evrópuandstæðinga er allur að brenna upp í þessa dagana. Enda er hérna um að ræða sjálfsíkveikju með meiru.

This entry was posted in Áróður, Öfgafólk, Efnahagshrun, Einangrunarstefnan, ESB andstaða, ESB Umræðan, Evrópuvaktin, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Skoðun, Vinstri Grænir. Bookmark the permalink.