Nokkur orð um einmannaleika

Fyrir örlítið meira en ári síðan bjó ég á Hvammstanga. Reyndar bjó ég á Hvammstanga frá Júní til Ágúst 2011. Ástæðan var sú að ég hafði flutt aftur til Íslands frá Danmörku eftir að ég gerði mistök varðandi þann flutning til Danmerkur. Mistök sem ég geri ekki aftur núna þegar ég á ný fluttur til Danmerkur. Ástæða þess að ég ákvað að flytja frá Hvammstanga er í grunnin mjög einföld. Á Hvammstanga hef ég alltaf verið einmanna. Ég bjó á Hvammstanga í sjö ár. Það eru 84 mánuðir, og í miklum meirihluta þeirra var ég einmanna. Það var mjög algengt hjá mér að ég hitti ekki nokkura einustu manneskju svo dögum skipti. Sérstaklega ef ég átti ekki erindi í búðina, eða niður í banka eða eitthvað álíka erindi. Einmannaleiki er eitthvað sem er mjög tærandi fyrir persónuleika manns. Enda er allt fólk félagsverur. Það eru mjög fáir einstaklingar sem kjósa að lifa í algerri einangrun frá öðru fólki. Ég er ekki einn af þeim einstaklingum, og mun aldrei verða það.

Ég er með aspegers heilkenni. Það þýðir að ég er örlítið einhverfur. Það þýðir ekki að ég þurfi ekki á félagsskap að halda. Þar sem að í raun þá er ég mjög félagslyndur maður. Hinsvegar þá kann ég ekkert sérstaklega vel við mig í stórum hópum fólks. Sem dæmi þá má nefna böll, þorrablót og annað slíkt um atburði sem ég kann ekkert sérstaklega vel við. Þannig er ég bara, og það er ekkert að fara breyast.

Ég hef einnig ákveðið að drekka hvorki eða reykja. Eitthvað sem gerir mig „leiðinlegan“ samkvæmt samfélagslegum skilgreingum á Íslandi. Enda var það svo að á þessum sjö árum sem ég bjó á Hvammstanga. Þá var mér aldrei nokkurntíman boðið í partí meðal fólks sem ég þekkti, eða kannaðist við. Áhuginn á því að kynnast mér sem persónu var einfaldlega ekki til staðar, og er það í raun ekki ennþá. Ég hef reynt að brjótast útúr einmannaleikanum með því að fara í Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra. Það er nóg félagslíf í skólanum, og ég kynntist nýju fólki en bara í mjög takmarkað. Ég í raun eignaðist aðeins kunningja á meðal fólksins sem var þarna í námi. Ég í raun eignaðist ekki neina nýja vini þarna. Þannig að ég gafst upp á náminu. Enda finnst mér ekkert gaman að vera í skóla og kynnast ekki neinum almennilega. Ég átti auðvitað örfáa vini á Sauðárkróki, en eins og lífið er. Þá kláruðu þeir sitt nám og fóru annað. Síðan hafði fólk sem ég þekki sínar áætlanir stundum. Þannig að þegar maður þekkir fáa einstaklinga almennilega. Þá verður lítið úr félagslífinu hjá manni, oft á tíðum þá varð það ekki neitt hjá mér. Síðan spilar aldursmunurinn inn í þarna hjá mér. Ég er orðin eldri en þrjátíu ára, og flestir sem eru í FNV eru á aldrinum 16 til 23 ára. Fyrir einstakling sem er með aspergers. Þá getur verið erfitt að ná almenningu sambandi við fólk á þessum aldri. Enda er það oft þannig að ef maður fellur ekki beint inn í hópinn. Þá er maður einfaldlega skilinn eftir.

Ástæða þess að ég ákvað að flytja til Danmerkur eru aðalega tvær. Ég er að leita mér að félagsskap. Í dönsku þjóðfélagi þá eru mun meiri líkur á því að ég finni einhvern félagsskap til að vera með. Frekar en á Hvammstanga sem dæmi. Síðan er það einnig staðreynd að á Íslandi er mikið litið niður á fólk sem er öðrvísi. Það að vera með aspergers gerir aðstöðu mína mun verri, en ef að ég væri fullkomnlega eðlilegur einstaklingur án einhverfueinkanna. Ég gæti líklega fundið félagsskap ef ég hefði flutt til Reykjavíkur, eða í nágrenni við Reykjavík. Aftur á móti er það staðreynd að leigumarkaðurinn á Íslandi er afskaplega slæmur, og ekki hef ég efni á því að kaupa mér íbúð á Íslandi. Hvað þá á höfuðborgarsvæðinu. Enda getur maður lítið gert með örorkubætunar sem maður fær í dag.

Síðan er það einnig sorgleg staðreynd að ég varð, og hugsanlega hef orðið fyrir einelti é Hvammstanga. Ég varð fyrir einelti í grunnskóla. Ég geri mér illa grein fyrir því hvort að ég hef orðið fyrir einelti sem fullorðin einstaklingur. Ég hreinlega útiloka það ekki. Þó svo að ég þekki ekki einkenni slíks eineltis hjá fullorðnum einstaklingum. Þetta hefur einnig spilað inn í þær ákvarðanir sem ég hef tekið undanfarið. Þessar ákvarðanir eru ákvarðanir sem ég mun standa við. Þrátt fyrir erfiðleika þessa stundina peningalega (útaf örorkubótum og lélegu gengi íslensku krónunar undanfarið). Ég hef einnig ákveðið að láta slíkt ekki stöðva mig. Þrátt fyrir að ég muni lenda í tímabundnum erfiðleikum vegna þessa.

Félagslega ástæðan er einnig sú að mannlífið í Danmörku og Þýskalandi (ég er að flytja nærri landamærum Þýskalands) er mun fjölbreyttara en á Íslandi. Það að búa í fjölbreyttara samfélagi eykur einnig líkurnar á því að ég finni einhvern til þess að eyða tíma með í styttri eða lengri tíma (sambönd ganga ekkert alltaf upp hjá fólki).

Sérstakar þakkir

Ég vil þakka Láru Kristínu sérstaklega fyrir sín skrif á hennar eigin bloggi. Hennar skrif eru að hvetja mig til þess að tjá mig meira um Aspergers og hvernig það er. Sjónarhorn einstaklinga með einhverfu og aspergers heilkenni eiga alveg rétt á sér eins og önnur sjónarhorn. Fólk með einhverfu og aspergers á líka rétt á félagsskap, og að hafa val um það hvaða fólk það umgengst í sínu lífi. Það eru þeirra mannréttindi að hafa val á slíku.

One Reply to “Nokkur orð um einmannaleika”

  1. Takk fyrir einlæga og góða færslu Jóm Frímann ,þar sem þú segir hlutina og hlífir ekki þér né öðrum.
    Það þarf að gera þorpin út á landi mannvænni. RVK er morandi af 12 spora samtökum geðklúbbum og ýmiskonar drift . En hvað er út á landi ‘? Þarf meira en aukin kvóta. í þorpin

Lokað er fyrir athugasemdir.