Skipbrot hægri-stefnunar á Íslandi

Í tilefni þess að sögufalsaranir og raðlygaranir á AMX-Mogganum eru núna farnir að tala um „Skipbrot vinstri­stefnunnar“ (varúð. Linkur fer inn á AMX-Mogga.

* Lögðu efnahag Íslands í rúst.
* Gerðu Seðlabanka Íslands gjaldþrota.
* Lögðu íslensku krónuna í rúst.
* Lögðu íslenska bankakerfið og sparisjóðskerfið í rúst.
* Skuldir Íslands jukust undir stjórn hægrimanna í kjölfarið á efnahagshruninu.
* Afneita ábyrgð sinni á íslenska efnahagshruninu.
* Staðið vörð um sérhagsmuni einkafyrirtækja á kostnað hagsmuna almennings.

Það má líka telja upp spillingu, valdagræðgi og annað slíkt. Allt saman þekkt hegðun á undanförnum áratugum. Staðreyndin er sú að hægri menn á Íslandi eru bölvun íslendinga. Hvort sem horft er til fortíðar eða framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn, með fullþingi framsóknarmanna af heiðum Íslands hafa haldið íslenskum efnahag í heljargreipum undanfarna áratugi og eru líklegir til þess að gera slíkt í næstu framtíð.

Tveir íslenskir hægri-menn. Stefna annars þeirra setti Ísland á hausinn. Einnig sem að hann setti Seðlabanka Íslands á hausinn. Hinn setti banka á hausinn, fór sjálfur á hausinn. Einnig sem að öll fyrirtæki sem hann rak fóru á hausinn. Þessir aðilar eiga engu að síður milljónir í peningum hafa persónulega lítið orðið varir við efnahagshrunið á Íslandi. Gjaldþrotin sem þeir urðu valdir af angra þá hinsvegar ekki neitt. Báðir afneita þeir sögunni, og eru að reyna endurskrifa söguna þessa mánuðina.