Frétt um Kögun frá árinu 2006

Hérna er frétt um Kögun frá árinu 2006. Þessi frétt er úr Fréttablaðinu. Eintak af þessu blaði er að finna hérna.


Smellið á myndina til þess að fulla stærð. Höfundaréttur þessar fréttar tilheyrir 365 miðlum.

Eins og þarna má sjá. Þá var augljóslega spillingin í fullu fjöri svo seint sem árið 2006. Þetta er rúmlega tveim árum áður en efnahagshrun verður á Íslandi. Kögun á þessum tíma varð einhversskonar „holding“ félag fyrir yfirtökur á öðrum fyrirtækjum. Ég á eftir að kanna betur hversu djúpt þetta náði og hvað Kögun keypti upp á sínum tíma. Kögun varð tæknilega gjaldþrota árið 2009. Hvort að það hafi verið tekið yfir eða gert upp á annan hátt (með yfirtöku t.d) veit ég ekki ennþá. Enda á ég eftir talsverða rannsóknarvinnu í þessu máli.

Það er alveg ljóst að fyrirtækið Kögun og stjórnendur þess hafa verið tengdir spillingu. Þó svo að ekki hafi verið ákært í því vegna getuleysis yfirvalda til þess að taka á svona spillingarmálum á Íslandi undanfarna áratugi.