Ekkert minnst á aðildarviðræður við Evrópusambandið

Það er rétt sem haft er eftir fjölmiðlum á Íslandi. Jóhanna Forsætisráðherra íslands minntist ekkert á aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins í stefnuræðu sinni núna í kvöld. Einföld leit sýnir það. Hinsvegar var minnst á Evrópusambandið vegna björgunaraðgerða sem það tók þátt í með IMF við að bjarga efnahag Íslands árið 2008.

Ekkert var hinvsegar talað um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Þykir mér það miður. Mér þykir þó verra að Jóhanna skuli halda því fram að hún hafi gert það í tíufréttum Rúv þegar hún var spurð um þetta atriði. Betra hefði nú verið að vera heiðarlegur og játa bara að ekkert hefði verið talað um aðildarviðræðunar. Eftir allt saman. Þá kemur sannleikurinn alltaf fram. Það er einnig óþarfi að færa andstæðingum Evrópusambandsins á Íslandi skotfæri eins og er í raun verið að gera hérna.

Stefnuræðu Forsætisráðherra Íslands má síðan lesa hérna í heild sinni.

Fréttir um þetta

Jóhanna segist hafa talað um aðildarviðræðurnar (Vísir.is)
(Ég bæti inn fleiri tenglum síðar)