Hefur einelti kostað mig ástina

Það verður engin einföld leið fyrir mig að koma þessu frá mér. Hinsvegar verð ég að koma þessu frá mér. Þar sem ég er að gera upp hluti við sjálfan mig og það umhverfi sem ég bjó í rúmlega 8 ár á Íslandi. Það er líklegt að þessi bloggfærsla muni særa einhverja einstaklinga. Þar sem þeir vita hverjir þeir eru reikna ég með við lestur þessar greinar. Ég ætla mér þó ekki að nefna nein nöfn í þessari bloggfærslu.

Hinsvegar ætla ég að byrja á upphafinu. Eineltinu. Ég hef aðeins talað um það í eldri bloggfærslum mínum um svipað málefni. Einelti er ekki eingöngu það að maður sé laminn eða talað illa um mann í grunnskóla. Útá við og á fullorðinsárum þá fer eineltið útí það að maður er hunsaður félagslega. Maður er einangraður frá hópnum. Maður er í raun ekki til í augum hópsins. Maður fréttir ekki af veislum hjá fólki ekki fyrr en þau eru hafin. Jafnvel ekki fyrr en daginn eftir eða vikuna á eftir. Maður fréttir í raun ekki af neinum viðburðum hjá fólki fyrr en seint og síðar. Ef maður fréttir þá almennt af þeim. Jafnvel hjá fólki sem maður taldi sig þekkja ágætlega. Ég drekk ekki áfengi og reyki ekki, og það er mitt val sem ég skammast mín ekkert fyrir. Ég þarf ennfremur ekkert að vera allt kvöldið í svona veislum. Slíkt er ekkert skylda síðast þegar ég gáði.

Sú hegðun sem ég varð fyrir þegar ég bjó á Hvammstanga var í raun ekkert annað en einelti. Það er fullkomnlega eðlilegt að maður þekki ekki alla í rúmlega 500 manna þorpi, eða líki vel við alla ef útí það er farið. Enda telst félagslegur hópur í kringum mann rétt rúmlega 100 til 300 manns samkvæmt tilgátum og rannsóknum. Þetta kemur einnig inn á ástina og allt sem tengist því einnig.

Þegar maður er svona einangraður í samfélagi þá gerast eftirtaldir hlutir í þessum efnum. Þegar maður kynnist manneskju sem er hluti af hópnum. Sem ég gerði á endaum. Enda áttu kynnin sér á stað utan við mesta áhrifasvæði samfélagsins á Hvammstanga að mestu leiti. Ég var mikið inn og úti í framhaldsskóla á þessu tímabili. Ástæðan var félagsleg að mestu leiti, og að hluta til peningaleg (sem er ekki til umræðu hérna). Enda varð ég fyrir að ég tel svona einelti í framhaldsskóla jafn mikið og á Hvammstanga. Þar sem að einstaklingar sem ég var með í framhaldsskóla tengdust inn á Hvammstanga jafn mikið og ég. Þannig að þetta vandamál fylgdi mér hvert sem ég fór í raun að mestu leiti. Vegna þess að fólkið í kringum mig breyttist í raun lítið hvert sem ég fór. Ástæðunar fyrir því er að finna í þeirri staðreynd að íslenskt samfélag er lítið. Sérstaklega útá landi.

Hefur einelti kostað mig ástina. Alveg örugglega eins og ég hef sagt hérna að ofan. Líklega oftar en einu sinni, og örugglega oftar en tvisvar í gegnum tíðina. Það eru ekki nema rúmlega fimm ár síðan þetta gerðist síðast (eftir því sem minnið segir mér). Ég nefnilega taldi á þeim tíma að þetta væri næstum því komið. Viðkomandi var nýlega hætt með strák sem hún hafði verið með til lengri tíma. Ég hafði verið að kynnast viðkomandi í rólegheitum. Enda kynnist ég fólki yfirleitt hægt og rólega. Sérstaklega þegar ég er að takast á við aðstæður sem ég hef ekki lent í áður. Náin kynni eru þannig aðstæður hjá mér, og eru það í raun ennþá.

Áður en ég vissi af hinsvegar. Þá var viðkomandi stelpa byrjuð með öðrum strák. Þá strák sem hún hafði verið með í grunnskóla á sínum tíma. Þetta frétti ég í gegnum vinkonu hennar í kringum jólin árið 2009 (að mig minnir). Ég mun aldrei gleyma þeim sársauka sem kom þá í gegnum hjarta mitt það kvöld. Mig bókstaflega langaði að deyja, eða finna mér far útúr þessari vetrarbraut. Breytti engu fyrir mig þegar að þessum tíma var komið. Ég hélt þó áfram eitthvað um kvöldið á barnum á Hvammstanga. Aftur á móti gafst ég fljótlega upp og fór heim í tölvuna. Enda lítill tilgangur hjá mér að vera á barnum að reyna skemmta mér. Þegar ég var kominn með mölbrotið hjarta. Þetta var svo mikið áfall fyrir mig að ég er ennþá að týna upp brotin ennþá í dag. Enda sjaldan sem mér finnst ég hafa verið jafn mikið skilin eftir útaf samfélagslegum þrýstingi sem er í gangi á Íslandi. Þetta er í dag eitt af stærstu áföllum sem ég hef orðið fyrir. Enda er hérna verið að hafna mér á versta mögulega máta. Eingöngu vegna þess að ég þóknast ekki einhverjum samfélagslegum kröfum sem eru í gangi þá vikuna eða mánuðinn.

Umræddar aðstæður koma upp hjá mér á Íslandi ítrekað vegna þess að ég er sjálfstæður einstaklingur í hugsun. Ég tek áhættu, hugsa sjálfstætt og ég gef lítið fyrir félagslegan þrýsting og samfélagslega strauma sem eru í gangi á hverjum tíma fyrir sig. Síðan er ég einnig með aspergers heilkenni sem gera samskipti mín við fólk oft á tíðum flóknari og valda því að þau taka lengri tíma. Það að ég sé með aspergers heilkenni þýðir ekki að ég sé tilfinningalaus manneskja. Það hinsvegar þýðir að ég á erfiðara með að tjá tilfinningar mínar eða jafnvel geri það á öðrvísi hátt en fólk sem er ekki með einhverfu eða aspergers heilkenni. Ég er líka einstaklingur með aspergers heilkenni sem er með eðlilega greind og hegðun. Það eru engin stórvandamál með mig þó svo að ég sé með aspergers heilkenni.

Reyndar hefur mér verið hafnað svo oft að ég er kominn með óeðlilega neikvætt sjónarhorn á það að verða ástfanginn. Enda reikna ég alltaf með að mér verði hafnað. Þegar maður er kominn með svona neikvætt sjónarhorn þá býr maður til sinn eigin vítahring þar sem maður þorir ekki að taka skrefin sem þarf. Útaf ótta við að verða hafnað. Stundum er mér einfaldlega hafnað með þögninni einni saman. Það er ekki langt síðan það gerðist. Ég bauð stelpu út eftir langan umhugsunarfrest. Þar bjóst ég ekki við neinu, til þess að verða ekki fyrir miklum vonbrigðum. Það reyndist ágæt ákvörðun þegar á reyndi. Þegar ég fékk þöglu höfnunina á endanum.

Ég er núna að vinna í því að laga þetta neikvæða sjónarhorn mitt á lífið og ástina. Ein af mínum betri ákvörðunum í þeim efnum var sú að flytja til Danmerkur. Það reyndar gekk ekki alveg upp í fyrstu tilraun árið 2011. Aftur á móti virðist þetta vera að ganga upp hjá mér núna. Þrátt fyrir fjárhagsleg vandamál hjá mér. Hvað svo sem þeim líður. Þá er alveg ljóst að ég er ekkert á leiðinni aftur til Íslands. Þar sem að samfélög eins og það sem er að finna á Hvammstanga er að finna í flestum smábæjum á Íslandi. Formið er oftast ekki alveg það sama. Niðurstaðan er hinsvegar yfirleitt alltaf sú sama fyrir þá einstaklinga sem þar búa. Sérstaklega ef þeir eru einangraðir félagslega eins og ég lenti í þegar ég bjó á Hvammstanga í sjö ár. Ég er alveg viss um að einhverjir verða ekki sáttir við þessa bloggfærslu og munu tala um það næstu tvær vikunar á Hvammstanga. Mér er aftur á móti alveg sama um slíkt. Sérstaklega þar sem að ég hef ákveðið að koma þessu frá mér. Annars gerir þetta ekki annað en að éta mig upp að innan andlega eins og rafgeymasýra. Slíkt er ekki heilbrigt og alls ekki gott fyrir mig til lengri tíma litið.

Það er einnig orðið ljóst hjá mér að ég mun ekkert flytja aftur til Íslands. Enda hef ég engan áhuga á því að falla aftur í þetta félagslega munstur. Enda mundi það nákvæmlega gerast ef ég mundi flytja aftur til Íslands. Þessa 11 mánuði sem ég bjó á Íslandi árið 2011 til 2012 (lok Apríl). Þá gerðist nákvæmlega þetta. Ár skipta engu máli í þessu samhengi. Þar sem hegðun fólks breytist almennt ekki á nokkrum árum. Hegðun fólks breytist kannski á nokkrum áratugum, ef hún breytist þá eitthvað til að byrja með. Staðreyndin um fólk er sú að það breytist almennt séð lítið. Sérstaklega ef það ætlar sér að fylgja viðmiðum hópsins sem það tilheyrir. Þannig er það bara.