Hefur Vinstri vaktin gegn ESB tekið sig á?

Eftir að ég fór að tala opinberlega um að fara í mál við Vinstri vaktina gegn ESB þá hefur ekkert komið frá notanda sem kallar sig „palli“. Ekkert hefur þó heyrst frá Ragnari Arnalds um þetta mál, en hann er bæði rekur umrædda bloggsíðu og er ábyrgðarmaður hennar. Á meðan ég sé ekki annað en að Vinstri vaktin gegn ESB hafi tekið sig á. Þá sé ég enga ástæðu til þess að kæra vefinn til lögreglunar á Íslandi, og hefja þar með ferli sem er bæði leiðinlegt og tímafrekt fyrir alla aðila. Verði ég hinsvegar var við að þetta haldi áfram, án athugasemda eða inngripa stjórenda umræddrar bloggsíðu. Þá mun ég hefja aftur ferlið sem ég þarf að fara í til þess að kæra svona ummæli og hótanir til lögreglunar á Íslandi.

Ég er ekki sá eini sem hef hugað að svona aðgerðum. Fyrir nokkru síðan var kona sem skrifaði grein á Vísir.is, og fékk frekar óblíðar móttökur (ég finn hvorki greinina eða man nafnið á viðkomandi konu. Þannig að ég verð að bíða með að setja inn tengil á umrædda grein og tengda frétt). Neyddist sú kona til þess að kæra umtalsvert af athugasemdum sem skrifaðar voru undir nafni til lögreglunar.

Það er skammarleg staðreynd að íslenska umræðan á internetinu er oft á tíðum svo slæm að hún er ekki einu sinni hinum verstu tröllum á internetinu bjóðandi, og þá er nú mikið sagt. Hvert þetta mál mun fara veit ég ekki. Það mun bara koma í ljós á næstu dögum til vikum.

2 Replies to “Hefur Vinstri vaktin gegn ESB tekið sig á?”

Lokað er fyrir athugasemdir.