Þegar öllu er á botninn hvolft með þetta allt saman

Ég er búinn að gera upp fortíðina við sjálfan mig. Þá sérstaklega eineltið, einangruna og höfnuna sem ég hef orðið fyrir í gegnum árin á Hvammstanga og almennt í samfélaginu. Svona eins og ég hef skrifað um undanfarið á blogginu mínu. Uppgjörið hefur ekki verið einfalt eða létt fyrir mig. Aftur á móti var þetta uppgjör hjá mér verið nauðsynlegt. Enda gengur ekki, og það er ekki hollt að bera svona innan með sér til lengri tíma.

Þessi upprifjun mín á þessu tímabili, og sú staðreynd að ég var í raun bara að brotna undan því andlega álagi sem fylgir því að bera svona hluti andlega. Upprifjun mín var sársaukafull og hafði þessar afleiðingar. Ég ákvað, á einhverju stiginu að gera endanlega upp við fortíðina. Alveg óháð því hversu erfitt það yrði. Það tókst. Niðurstaðan er sú að ég er kominn með nýtt upphaf. Hvert það upphaf mun leiða veit ég ekki nákvæmlega. Hinsvegar veit ég að sem persóna þá er ég að breytast. Enda er það svo að reynslan mótar okkur um alla framtíð og ákveður hvernig manneskjur við verðum. Það mun taka tíma fyrir mig að jafna mig á þessu. Sérstaklega uppgjörinu sjálfu. Hversu langan tíma þetta mun taka veit ég ekki. Það verður bara að koma í ljós.

Þó svo að ég hafi orðið fyrir leiðinlegri lífsreynslu. Þá þýðir það ekki að ég hafi hagað mér alltaf eins og best verði á kosið. Enda hef ég komist að þeirri niðurstöðu að örfáir einstaklingar eiga inni hjá mér afsökunarbeiðni. Hinsvegar veit ég ekkert hvort að ég muni fá tækifæri til þess að koma þessum afsökunarbeiðnum til skila. Það á einfaldlega eftir að koma í ljós. Þar sem ekki er víst að ég hitti viðkomandi einstaklinga á næstu árum vegna þeirra ákvarðana sem ég hef tekið.

Ég veit ekki hvaða leið verður farin fyrir mig persónulega á næstu árum. Þó er alveg ljóst að ég mun halda áfram búsetu minni í Danmörku. Aftur á móti er það stefnan hjá mér að flytja til Falklandseyja eftir 10 ár ef öllum skilyrðum er fullnægt til þess. Ástæðan fyrir því að þetta tekur svona langa tíma er einföld. Það er dýrt að flytja 13.400 km, einnig sem að ég þarf komast af örorkubótum áður en ég get flutt þangað. Síðan þarf ég einnig að fara til Falklandseyja sem ferðamaður áður en ég flyt þangað. Það er einnig þannig að ég þarf að sækja um leyfi til þess að búa á Falklandseyjum, sýna fram á tekjur og fleira þannig áður en ég get flutt til Falklandseyja. Allt saman tekur þetta tíma og vinnu. Það mun taka tíma fyrir mig að ná þessum takmarki. Það mun þó takast. Þó að það taki 10 ár fyrir mig.