ESB andstæðingar hrynja

Það er áhugavert að skoða samband ESB andstöðuna á Íslandi og tengsl þeirra við útrásina fram til ársins 2008. Segja má að ESB andstaðan í dag eins og hún leggur sig er öll fjármögnuð með peningum sem komið hefur verið undan (undantekningin er Bændasamtök Íslands, sem íslenska ríkið fjármagnar upp í topp. Auk einstakra styrkja sem ríkið úthlutar).

Staða Heimssýnar er nokkuð sérstök. Innan Heimssýnar er aðallega að finna sjálfstæðismenn, framsóknarmenn og Vinstri Græna. Þarna halda Vinstri Grænir í höndina á sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum í afskaplega vafasömu bandalagi gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að því. Bókhald Heimssýnar er lokað öllum. Aftur á móti þarf maður ekki að skoða þá lengi sem standa að Heimssýn til þess að sjá hvernig málum er háttað í þessu félagi. Það er síðan þekkt staðreynd að LÍÚ styrkir Heimssýn með beinum fjárframlögum.

Á vinstri kantinum er síðan að finna öfgafólk eins og Ragnar Arnalds, Ögmund Jónason og fleiri einstaklinga. Þetta fólk á það sameiginlegt að aðhyllast stefnu sem mundi einangra Ísland algerlega frá alþjóðlegum viðskiptum og samskiptum við aðrar þjóðir. Þar á meðal önnur norðurlönd og önnur lönd í Evrópu. Ragnar Arnalds sem dæmi hefur verið á móti öllum alþjóðlegum viðskiptasamningum (og öllu erlendu reyndar) íslendinga síðan hann hóf afskipti af stjórnmálum. Sérstaklega hefur Ragnar Arnalds þó verið á móti aðild Íslands að EFTA, EES og núna ESB. Enda er það staðreynd að Ragnar Arnalds, eins og Ögmundur Jónasson er ekkert nema kommúnistar af gömlu gerðinni.

Þetta er fólkið sem hefur alltaf verið á móti samskiptum Íslands við umheiminn. Enda fylgir það hugmyndafræðinni um sjálfsþurftarbúskap. Í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er það ný-frjálshyggjan og græðgin sem ræður ferðinni gegn Evrópusambandinu og hugsanlegri aðild Íslands. Þetta er í reynd stefna sem hafa á fyrri tíð átt sinn þátt í erfiðri efnahagslegri stöðu Íslands. Ný-frjálshyggjan á Íslandi lagði síðan allt í rúst árið 2008, og neitar síðan að bera ábyrgð á því núna. Stendur síðan í vegi fyrir breytingum sem geta vel komið í veg fyrir annað svona efnahagshrun eins og það varð á Íslandi árið 2008.