Evrópusambandið fær friðarverðlaun Nóbels

Evrópusambandið fær friðarverðlaun nóbels í ár. Evrópusambandið er vel af þessum verðlaunum komið. Enda hefur Evrópusambandið tryggt frið í Evrópu síðustu 60 árin. Enda má uppruna Evrópusambandsins rekja til kola og stálbandalags Evrópu.

Íslendingar ættu að taka þátt í Evrópusambandinu með því að gerast aðilar að því. Enda eiga íslendingar að taka þátt í þessu samstarfi evrópuþjóða af fullum krafti og tryggja þannig sína hagsæld og framgagn friðar í Evrópu og heiminum öllum. Enda rekur Evrópusambandið eina mestu mannúðaraðstoð í heiminum núna í dag.

Það kemur hinsvegar lítið á óvart að Evrópuandstæðingar á Íslandi og erlendis skuli missa sig yfir þessum fréttum. Enda ekki við öðru að búast frá fólki sem ekki skilur og hefur ekki áhuga á því að kynna sér Evrópusambandið.