Tilbúin hneykslun á ferðinni varðandi karlakvöld VMA

Hérna er á ferðinni dæmigerð tilbúin hneikslun á ferðinni. Umræddir einstaklingar eru orðnir nógu gamlir til þess að vita fullvel hvað klám er nákvæmlega. Ennfremur er ég alveg þess fullviss að flestir (rúmlega 98,99%) af þessum krökkum hafa séð klám á einhverjum tímapunkti í sínu lífi. Þessi atburður er einfaldlega útrás í þjóðfélagi þar sem búið er að bæla niður heilbrigða umræðu um kynferðislegar langanir, þroska og kynlíf. Íslendingar mundu aldrei nokkurntíman hafa svona þætti í sjónvarpinu eins og Danir hafa núna þessa dagana. Þættinir kallast Sexministeriet på DR.

Það er eitthvað alvarlega rangt við íslenskt þjóðfélag og það er ekki sú staðreynd að verið að gefa fólki á menntaskólaaldri kynlífsdúkkur og klám á DVD diskum.

Fréttir um þetta mál

Klámmyndir og kynlífsdúkkur í verðlaun (Rúv.is)
Nemendafélag VMA biðst afsökunar (Rúv.is)

Bloggfærsla uppfærð klukkan 08:46 UTC þann 13.10.2012.