Heimssýn tjáir sig um fátækt

Það er alltaf talsvert sorglegt að fylgjast með fólkinu í Heimssýn tjá sig. Sérstaklega þar sem þarna er á ferðinni fólk sem hikar ekki við að arðræna íslendinga og láta sína hagsmuni ganga ofar en alls íslenska ríkisins, almennings og jafnvel fyrirtækja. Enda er hérna á ferðinni fólk sem trúir á öfga ný-frjálshyggjunar og blint á markaðinn (sem olli efnahagshruni á Íslandi árið 2008). Síðan á hinum endanum er fólk sem trúir á hið sovéska skipulag og hallast að þjóðfélagslegu skipulagi sem er ástæða fyrir félagslegum vandamálum, og þar á meðal fátækt í austur Evrópu núna í dag.

Ástæða þess að Evrópusambandið er að stofna sjóð gegn fátækt er til þess að leysa þau vandamál sem eru í austur-evrópu eftir valdatíma sovétríkja (kommúnista). Enda skyldu kommúnistar allt í rúst eftir sig þegar þeir töpuðu völdum árið 1990. Þetta er auðvitað nákvæmlega það sama og ný-frjálshyggjan gerði um allan hinn vestræna heim á síðustu áratugum. Þeir lögðu allt í rúst, og stungu af með peningana og settu síðan gjaldþrotið sem kom í kjölfarið á reikning viðkomandi ríkisstjórna. Með þeim vandamálum sem við erum að upplifa í dag um alla Evrópu, Asíu og Ameríku.

Það er einnig gott að hafa í hug að Heimssýn, sem samtök voru stofnuð af fólki sem hefur alltaf verið á móti öllum alþjóðlegum samskiptum, reglum og viðskiptum íslendinga. Þetta fólk finnst ekkert meira sjálfsagt að almennir íslendingar lifi í fátækt, fái engin tækifæri erlendis og hafi fyrst og fremst enga möguleika á því að komast erlendis. Enda hafa einstaklingar í Heimssýn margir hverjir verið á móti EFTA og EES aðild Íslands þegar um þær var rætt á sínum tíma. Ef að þetta fólk hafði haft sitt fram. Þá hefði Ísland verið fátækara og mikið á eftir nágrannaríkjunum í öllu.

Þannig að fullyrðing þeirra í nýjustu bloggfærslu Heimssýnar er því ekkert nema heilsteypt kjaftæði. Upprunið frá fólki sem hefur eingöngu áhuga á því að þjóna sínum eigin hagsmunum á Íslandi. Orð eins og „fullveldi“, „sjálfstæði“ hafa í raun ekkert gildi í hugum þessa fólks og hafa aldrei haft það. Ef að þetta fólk vildi standa í vörð um íslenskt sjálfstæði og fullveldi. Þá mundi það styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er bara svo einfalt.

Fréttatilkynning Evrópusambandsins

Poverty: Commission proposes new Fund for European Aid to the Most Deprived