Skáldskapur skal það vera hjá ESB andstæðingum

Það er alþekkt að ESB andstæðingar skálda bara upp hluti til þess að nota gegn Evrópusambandinu þegar þeim dettur það í hug. Núna í dag eru íslenskir ESB andstæðingar að nota fréttaspuna frá Financial Times. Fréttaspuni FT gengur útá það að Finnar séu að fara af evrusvæðinu einhverntímann í framtíðinni. Þetta er auðvitað spuni. Þar sem að Finnar hafa engan áhuga á því að yfirgefa evrusvæðið. Slíkt þjónar ekki þeirra hagsmunum, og mun seint gera það.

Upphaflegur höfundur þessa skáldskapar er blaðamaðurinn Gillian Tett. Frétt hennar má lesa hérna (Paywall). Afhverju hún er að koma með svona skáldskap veit ég ekki. Það hefur margoft komið fram að Finnar hafa engan áhuga á því að yfirgefa evruna. Af mörgum ástæðum. Þó sérstaklega vegna Rússlands sem Finnland hefur landamæri að. Jafnvel bretar vita þetta, og margir hverjir sjá aldrei neitt gott við Evrópusambandið.

Það kemur því lítið á óvart þegar íslenskir ESB andstæðingar koma með svona skáldskap eins og er að finna á bloggsíðu Heimssýnar og á Evrópuvaktinni hans Styrmis og Björns Bjarnarsonar. Það eina sem Heimssýn og Evrópuvaktin eiga sameiginlegt er sú staðreynd að báðir vefinir eru undir stjórn öfgafullra fávita sem hafa enga þekkingu á Evrópusambandinu, evrunni og Evrópu almennt.