Bannfíkn Ögmundar, Innanríkisráðherra

Ný lög Ögmundar Jónassonar, Innanríkisráðherra sem banna fólki að spila á erlendum spilasíðum eru fáránleg. Aftur á móti lýsa þau mjög þeim hugsunarhætti sem Ögmundur aðhyllist, sem er að allt sem hann getur ekki stjórnað skuli vera bannað. Enda er þetta ekki beint ný hugmynd hjá Ögmundi eins og ég sýni fram á hérna. Í meira en 20 ár hefur Ögmundur reynt að banna spilakassa á Íslandi með lögum. Það hefur alltaf mistekist, vegna þess að Ögmundur hefur aldrei haft nein völd til þess að svala bannfíkn sinni. Nema kannski núna. Þar sem Ögmundur er ráðherra í Ríkisstjórn Íslands. Það eru þó góðar líkur á því að þetta frumvarp hans drepist óþægilegum dauðdaga inn á Alþingi Íslendinga.


Frétt Morgunblaðsins árið 1999 um tilraun Ögmundar Jónassonar að reyna koma lögum til þess að banna spilakassa á Íslandi. Tekið af tímarit.is hérna.


Frétt tímaritsins Dags um Ögmund Jónasson að reyna banna spilakassa á Íslandi. Tekið af tímarit.is hérna.


Blaðsíða 9 af frétt blaðsins Dags hérna að ofan. Tekið af tímarit.is hérna.

Það er augljóst að Ögmundur Jónasson á við vandamál að stríða. Líklega er það spilavandamál. Það sem er þó verst er sú staðreynd að Ögmundur er að velta sínum eigin vandamálum og lausnum til þess að takast á við þessi vandamál yfir á alla íslensku þjóðina. Þá með því að reyna banna fólki að eyða sínum peningum í fjárhættuspil á internetinu. Árið 1999 var internetið ekki orðið mjög almennt, og þá reyndi Ögmundur að banna spilakassa á Íslandi. Þetta er nákvæmlega það sama og Ögmundur er að reyna gera núna í dag. Nema núna eru það spilakassar á internetinu, ekki í sjoppum sem eru skotmark Ögmundar.

Það eru alltaf til einstaklingar sem tapa stjórninni. Hvort sem það eru spilakassar, fjárhættuspil á internetinu, lottó, víkingalottó og fleira fram eftir götunum. Það er hinsvegar alger fásinna og heimska að banna heilli þjóð að gera þetta. Jafnvel þó svo að einhverjum örfáum einstaklingum takist ekki að hafa stjórn á sér í sinni eigin persónulegu græðgi.