Af fátækt öryrkja og ellilífeyrisþega á Íslandi

Það hefur runnið upp fyrir mér að á Íslandi er ekki ætlast til þess að öryrkjar lifi sjálfir í sínu eigin húsnæði, eða geri eitthvað sjálfir. Til þess eru örorkubætur einfaldlega of lágar á Íslandi. Hvort sem maður er búsettur erlendis eða á Íslandi (miðað við verðlag). Ég er búinn að fá nóg af þessu persónulega. Enda er ég hreinlega búin að gefast upp. Ég má ekki gera neitt útaf vananum án þess að fjármálin hjá mér fari í algerlega klessu og með tilheyrandi vandræðum.

Enda er það svo að örorkubætur og ellilífeyrir er alltaf miðaður við lægstu laun á vinnumarkaði sem hægt er að finna á hverjum tíma fyrir sig (lágmarkslaun eru ennfremur of lág laun til þess að lifa af á Íslandi ef útí það er farið). Síðan koma skerðingar ofan á það. Eins t.d vaxtatekjur sem skerða örorkubætur krónu á móti krónu á Íslandi. Þar er enginn afsláttur gefinn af skerðingunni á örokubótum hjá fólki. Enda er ekki ætlast til þess að öryrkjar spari sér smá pening til vara. Ég er þess fullviss að ef fólk gæti. Þá mundi það fara af örorkubótum helst í gær. Þetta er slík fátækrargildra og örorkubætur eru í raun þetta eru í raun ekki tekjur sem fólk getur lifað af með nokkru móti. Til þess að mæta þessum skorti á tekjum. Þá bregða margir á það ráð að taka yfirdráttarlán. Þetta leiðir oft á tíðum af sér skuldavanda til skemmri eða lengri tíma. Ég þekki þetta sjálfur. Enda álít ég svo á að ég sé kominn í skuldavanda, sem ég er reyndar að reyna leysa úr hægt og rólega þó svo að illa gangi þessa dagana hjá mér.

Ef að einhver dugur væri í ríkisstjórn Íslands. Þegar það kæmi að málefnum öryrkja og ellilífeyrisþega. Þá mundi ríkisstjórn Íslands færa örorkubætur og ellilífeyrisbætur nær því neysluviðmiði sem ríkisstjórnin hefur sjálf sett fyrir íslendinga. Það er líka hagsæld í því að borga öryrkjum og ellilífeyrisþegum mannsæmandi tekjur. Slíkt skilar sér líka aftur út í þjóðfélagið eins og önnur velferð í velferðarþjóðfélagi.