Tvö hagstjórnarleg mistök Seðlabanka Íslands

Efnahagur Íslands er ennþá meira og minna í vandræðum fjórum árum eftir að efnahagur Íslands hrundi með manni og mús. Þrátt fyrir opinberan áróður um annað á Íslandi undanfarið. Þá er staðreyndin sú að lítið gengur að koma efnahagsmálum í skynsamlegt horf á Íslandi. Ástæðan fyrir því er mjög einföld. Seðlabanki Íslands, ekki ríkisstjórn Íslands hefur gert alvarleg mistök við stjórnun peningamála á Íslandi. Stjórnun peningamála á Íslandi er undirstaða þess að vel gangi í efnahagsmálum á Íslandi. Ég er ekki hagfræðingur, sem er alveg örugglega eins gott. Þar sem ég er ekki að láta neina vitleysu frá mér á meðan svo er.

Hagstjórnarmistök númer 1:

Fyrstu hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands. Eftir að gjaldeyrishöftum var komið á var að festa ekki gengi íslensku krónunnar á fastgenginu í kringum 15 kr (á móti dönsku krónunni, sem er viðmið hjá mér hérna). Ástæðan fyrir því að gengið 15 ISK á móti 1 DKK er hentugt er að það er ekki nógu sterkt til þess að skaða útflutning á Íslandi. Það er ennfremur ekki nógu veikt til þess að vera verðbólguhvetjandi í íslenskum efnahag. Núverandi gengi á íslensku krónunni, sem er á bilinu 19,30 ISK til 23,10 ISK á móti 1 danskri krónu er eingöngu fallið til þess að valda árstíðarbundnum sveiflum í verðbólgu á Íslandi. Valda hagstjórnarlegum óstöðugleika á Íslandi og rýra verðgildi íslensku krónunar að raunvirði ennþá meira en hefur átt sér stað í dag. Íslenska krónan er í gjaldeyrishöftum. Það þýðir að einn eða tveir starfsmenn Seðlabanka Íslands ákveða gengi íslensku krónunar yfir kaffibolla alla virka daga. Frjáls hreyfing á íslensku krónunni er ekki til í þessu umhverfi og er meiri goðsögn heldur en stórifótur.

Hagstjórnarmistök númer 2:

Hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands númer tvö eru þau að hækka stýrivexti á Íslandi. Það er og hefði verið miklu skynsamlegara og rökréttara að lækka stýrivexti á Íslandi. Koma þeim nær þeim stýrivöxtum sem eru í nágrannalöndum og á evrusvæðinu. Enda er vaxtamunurinn á milli Íslands og sumra landa Evrópu allt að 6,00%. Lægri vaxtamunur hefði styrkt stöðu íslensku krónunar, lækkað vaxtaálag á ríkissjóð, banka og sparisjóði. Ennfremur sem að það hefði verið hægt að koma efnahagslífinu á Íslandi af stað á ný. Kannski ekki af sama krafti og áður (sú staða var öll tekin að láni og því ósjálfbær eins og íslendingar komust í raun um).

Hærri stýrivextir á Íslandi eru eingöngu til þess fallnir að veikja gengi íslensku krónunar (þetta tengist allt saman), auka verðbólgu og minnka líkur á heilbrigðum efnahagsbata á Íslandi. Eitthvað sem er víst ekki sem vilji er fyrir á Íslandi. Aftur á móti þá er alveg ljóst að núverandi vaxtastig og stefna í gjaldeyrismálum íslendinga gjörsamlega ósjálfbær með öllu í dag. Það er ekki mikil breyting frá því áður var á Íslandi áður en efnahagshrunið átti sér stað árið 2008.

Síðan má bæta við

Síðan má bæta því við að endalaus eftirgjöf íslenskra stjórnvalda og Seðlabanka Íslands við útflutningsgreinar á Íslandi er skaðleg. Enda hefur það sýnt sig í stöðugt verðminni íslenskri krónu síðan tvö núll voru tekin af íslensku krónunni árið 1982. Þá var nefnilega íslenska og danska krónan eiginlega á pari í nokkurn tíma á eftir. Hinsvegar hafa stöðugar gengisfellingar rýrt verðgildi íslensku krónunnar umtalsvert og eins og staðan er í dag. Þá eru engar líkur á því að það muni breytast á næstu árum. Enda hefur lítil breyting orðið á hugsunarhættinum sem er örlagavaldurinn í þessu öllu saman. Íslenska þjóðin borgar síðan fyrir þetta allt saman og er ekki einu sinni spurð að því hvort að hún vilji borga fyrir þessa óstjórn.