Nýja Ísland sem aldrei kom

Skömmu eftir efnahagshrunið á Íslandi var talað um „nýja Ísland“. Hvernig íslendingar ætluðu sér núna að gera allt betur og betra. Jafnvel að ganga í Evrópusambandið, taka upp evru og losa sig við íslensku krónuna í eitt skipti fyrir öll. Hinsvegar kom nýja Ísland aldrei, og uppúr þessu mun það aldrei koma.

Í staðinn kom Ísland sem byggir á einangrunstefnu og þjóðrembu. Þetta Ísland hatast út í Evrópusambandið og evruna. Þetta Ísland óskar sér þess að Evrópusambandið hrynji og evran einnig.

Þetta Ísland er slæmur staður til þess að búa á. Þetta er slæmur staður þar sem lífsskilyrðum almennings verður fórnað fyrir sérhagsmuni fárra með tilheyrandi fátækt fyrir almenning. Þetta er hinsvegar það Ísland sem íslendingar sjálfir hafa valið sér. Skömmin er því eingöngu þeirra og engra annara.