Krafin um lífsvottorð

Núna hefur Trygginarstofnun tekið upp á því að krefja mig um lífsvottorð. Ég veit ekki hvort að aðrir örykjar sem eru búsettir erlendis hafi fengið þetta bréf eins og ég gerði. Ég mun auðvitað skila þessu inn til Trygginarstofnunar á Íslandi þar sem þeir biðja um þetta, síðan mun ég kvarta til Umboðsmanns Alþingis. Þar sem engin lagaheimild er fyrir Tryggingarstofnun á Íslandi til þess að krefja mig um þessi gögn að óskekju, einnig sem að norðurlöndin senda dánartilkynningar sín á milli, samkvæmt samningum varðandi slík mál.

Ef að ég skila ekki inn þessum gögnum, þá mun Tryggingarstofnun stöðva öryrkjagreiðslur til mín þann 1. Október, þannig að hérna er ég milli steins og sleggju. Þannig að ég næ í gas skeran og leysi þetta mál þannig.

Síðan er það kostulegt í bréfinu að ef ég vilji nú fá frekari upplýsingar um þetta. Þá geti ég haft samband við Trygginarstofnun í síma eða með tölvupósti. Mig grunar að fólkinu sem vinnur á Tryggingarstofnun hafi eflaust ekki dottið það í hug að ef ég er kominn í jörðin og er rotnandi þar í rólegheitum, þá muni ég hvorki hafa samband með tölvupósti eða síma. Síðan hef ég ennfremur haft samband við Tryggingarstofnun og sent þeim danska skattframtalið mitt á síðustu mánuðum. Það er því með öllu óskiljanlegt afhverju Tryggingarstofnun skuli vera að krefja mig um lífsvottorð, og án þess að hafa lagaheimild til þess að byrja með.

Síðan hefði Trygginarstofnun einfaldlega geta haft beint samband við yfirvöld hérna í Danmörku til þess að fá stöðu mína staðfesta. Slíkt er hinsvegar augljóslega of mikið verkefni fyrir þessa stofnun að standa í slíkum málum. Þann dag sem ég hætti á örkubótum mun ég verða afskaplega fegin, enda verð ég þá laus við svona vitleysu í eitt skipti fyrir öll. Því miður eru nokkur ár í að það muni gerast. Þangað til þarf ég hinsvegar að lifa með þessari vitleysu sem kemur frá íslenska ríkinu.

Uppfærsla 1: Samkvæmt frétt Rúv frá árinu 2011. Þá er samkomulag í gildi á milli norðurlandanna um dánartilkynningar. Í því ljósi verður þessi krafa Tryggingarstofnunar ennþá kjánalegri og heimskulegri. Þar sem Danmörk er ennþá hluti af norðurlöndunum síðast þegar ég vissi til.

Bloggfærsla uppfærð þann 18.05.2013 klukkan 19:21 UTC.