Öfgaliðið snýst gegn EES samningum

Það mátti búast við þessu, öfgafólkið sem hefur verið að berjast gegn ESB aðild Íslands hefur snúið sér að EES samningum, og hef ég persónulega búist við þessu í lengri tíma núna. Þeir sem hvaða mest hafið sig í frammi gegn ESB aðild Íslands hafa ákveðið að taka skrefið og hafa núna hafið baráttuna gegn EES Samningum á fullu. Þetta eru lítil skref í upphafi hjá þessu fólki, en ég reikna með að á næstum mánuðum munu íslendingar fá að sjá fleiri fréttir og áróður gegn EES Samningum, og jafnvel EFTA ef svo ber undir.

Baráttuna gegn EES samningum er leidd af tveim aðilum, Ragnari Arnalds sem hefur frá upphafi verið á móti EES samningum (og EFTA aðild Íslands) og síðan Bændasamtökum Íslands sem sjá hag sinn í því að ljúga að almenningi um stöðu mála á Íslandi. Búast má við því fljótlega að Heimssýn verði blandað í þessa baráttu og þau samtök notuð til þess að breiða út öfganar til íslendinga eins og gert hefur verið í báráttu þessa öfgafólks gegn Evrópusambandinu og samvinnu íslendinga við önnur Evrópulönd.

Enda er það svo að gamla bændaveldið á Íslandi dreymir um nýtt alræðisvald á Íslandi, og fremstur í þeim flokki er Ólafur Ragnar sem hagar sér stöðugt meira eins og einræðisherra, frekar en forseti lýðveldsins Íslands. Hvað Bændasamtök Íslands varðar, þá legg ég til að þau verði lögð niður í núverandi mynd, öll ríkisstyrk verkefni færð til viðeigandi ráðuneyta og rannsókn verði gerði á hugsanlegum lögbrotum þessara samtaka á Íslandi síðustu áratugina.

Það er hinsvegar alveg ljóst að Heimssýn ætlar sér að herða áróðurinn fyrir einangrun Íslands á næstunni, með tilheyrandi fátækt og efnahagslegum óstöðugleika fyrir íslenskan almenning. Stefna sem mun aldrei verða til góðs á Íslandi, hvorki fyrir lýðræðið eða kjör almennings. Íslendingar þurfa að átta sig á því að fullyrðingar þessa fólks um Evrópusambandið og evrópu almennt er byggt á tómri dellu, spuna sem á ekki neinn grundvöll í raunveruleikanum. Staðreyndin er einnig sú að ESB andstæðingar eru vel fjármagnaðir af LÍÚ og síðan í gegnum Bændasamtök Íslands (með vafasömum aðferðum að mínu mati). Þetta fjármagn leyfir þeim að halda úti stöðugum árórði, þó handahófskenndur og lélegur sé, engu að síður er þetta áróður sem íslenska þjóðin trúir á, enda er lítið um fréttir af raunverulegri stöðu mála í Evrópu og Evrópusambandinu að finna í íslenskum fjölmiðlum.

Hvað svo sem verður, þá er alveg ljóst að einangrunarstefna þessa fólks er skaðleg og mun alltaf verða skaðleg til lengri og skemmri tíma. Íslendingar munu fara að finna slíkt á eigin skinni fljótlega þegar stefna þessa fólks fer að birtast í stjórnarathöfnum ríkisstjórnar Íslands á næstu mánuðum og árum. Skaðinn verður langvarandi og mikill til lengdar, og almenningur á Íslandi ætti að búa sig undir það versta að mínu mati.

Vinstri vaktin gegn ESB snýst gegn EES samningum

Andstaða við hrátt kjöt og afstaðan til EES (blog.is)